Mannkynið dó næstum því út fyrir 71 ári síðan … Plágan kom úr lausu lofti og tætti heiminn í sundur. Flestir dóu á innan við viku. Ekkert gat stöðvað hana. Heimurinn gerði sitt besta. Það var ekki nóg. Í þrjár kynslóðir höfum við, mannkynið, lifað úti á hafi, á fljótandi stöðvum sem kallaðar eru "athvörfin". Í öruggri fjarlægð frá plágunni getum við aflað vista frá meginlandinu til að koma í veg …
Mannkynið dó næstum því út fyrir 71 ári síðan … Plágan kom úr lausu lofti og tætti heiminn í sundur. Flestir dóu á innan við viku. Ekkert gat stöðvað hana. Heimurinn gerði sitt besta. Það var ekki nóg. Í þrjár kynslóðir höfum við, mannkynið, lifað úti á hafi, á fljótandi stöðvum sem kallaðar eru "athvörfin". Í öruggri fjarlægð frá plágunni getum við aflað vista frá meginlandinu til að koma í veg fyrir að þau (og við) lútum í lægra haldi. Okkur hefur tekist að halda sambandi við stærstu borgirnar sem enn lifa í heiminum. Árin hafa verið okkur erfið. Borgir sem eru langt frá athvörfunum hafa fallið í gleymskunnar dá… Á morgun ætlar lítill hópur frá okkur af halda inn í það sem eftir er af heiminum. Við vitum ekki hvað við munum finna. Pandemic Legacy: Season 2 er magnað samvinnuspil fyrir 2-4 leikmenn. Ólíkt öðrum spilum, þá vinnur þetta spil gegn þér. Það sem meira er, sumar aðgerðanna sem þú getur gripið til í Pandemic Legacy hanga inni í næstu spilum. Engir tveir heimar verða eins!