Vörumynd

Explorers of the North Sea

Explorers of the North Sea gerist í seinni hluta Víkingaaldar. Leikmenn eru metnaðarfullir höfðingjar sem leita nýrra landa til að setjast að og stjórna. Þeir munu þurfa að flytja lið sitt á milli nýuppgötvaðra eyjanna til að sækja sér gripi, byggja stöðvar og uppfylla margvísleg önnur skilyrði. Gerið langskipin klár, því nýjar uppgötvanir bíða þín handan sjóndeildarhringsins! Hver leikmaður byrj…
Explorers of the North Sea gerist í seinni hluta Víkingaaldar. Leikmenn eru metnaðarfullir höfðingjar sem leita nýrra landa til að setjast að og stjórna. Þeir munu þurfa að flytja lið sitt á milli nýuppgötvaðra eyjanna til að sækja sér gripi, byggja stöðvar og uppfylla margvísleg önnur skilyrði. Gerið langskipin klár, því nýjar uppgötvanir bíða þín handan sjóndeildarhringsins! Hver leikmaður byrjar með 7 víkinga og langskip á sameiginlegri miðeyju. Þaðan leggja leikmenn flísar og halda á ókunnar slóðir. Leikmenn skiptast á að gera, og mega þá leggja 1-3 flísar til að stækka leikborðið. Þá mega þeir framkvæma allt að 4 aðgerðum: Hlaða langskip Afhlaða langskip + Drepa gripi Hreyfa langskip + Eyða óvinaskipi Hreyfa víkinga + Ræna nýlendu Ferja gripi Byggja stöð (kostar 2 aðgerðir)   Eftir aðgerðirnar draga leikmenn sér nýjar flísar og ljúka þar með sinni umferð. Leiknum lýkur í lok umferðarinnar þegar leikmaðurinn með vetrartáknið er ekki með neinar flísar. Það eiga að vera 48 umferðir (það eru 48 flísar). Stig fást með því að: Skila gripum Byggja stöðvar Eyða óvinaskipum Ræna nýlendur Drepa víkinga Ná yfirráðum á eyjum Eiga höfðingjaspil Leikmaðurinn sem fær flest stig vinnur spilið! https://youtu.be/tyFoVGGbKMI

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt