Vörumynd

Treasure Rush

Rush
Hver leikmaður í Treasure Rush er með sex tveggja-hliða ævintýraspil, og þurfa að nota þessi spil til að finna fjársjóðinn á undan hinum. En hvaða fjársjóði eru þau að leita að? Snúðu efsta fjársjó...
Hver leikmaður í Treasure Rush er með sex tveggja-hliða ævintýraspil, og þurfa að nota þessi spil til að finna fjársjóðinn á undan hinum. En hvaða fjársjóði eru þau að leita að? Snúðu efsta fjársjóðsspilinu við til að sjá það. Þar sérðu nokkur tákn á milli upphafspunktsins og X-ins þar sem fjársjóðurinn er. Þegar þetta spil er komið í ljós hefst kapphlaupið við að finna réttu myndirnar á ævintýraspilunum þínum og byggja slóð frá upphafspunktinum þínum að fjársjóðskistunni. Ef slóðin er með færri en sex táknum, þá þarftu að fela ónotuðu spilin undir öðrum spilum. Hver sem klárar slóðina sína fyrst lætur vita, og ef slóðin er rétt, þá vinnur viðkomandi fjársjóðsspil; ef ekki, þá er sá úr umferð og allir aðrir halda áfram. Fyrsti leikmaðurinn sem nær fimm fjársjóðsspilum sigrar!

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt