Vörumynd

Mælihjól, stækkanlegt hald

Mælihjólið er hentugt til að mæla langar vegalengdir, en það gefur ekki jafn nákvæma mælingu og t.d málband, því hjólinu er ekki alltaf beint í beina línu og því getur aukist aðeins við vegale...
Mælihjólið er hentugt til að mæla langar vegalengdir, en það gefur ekki jafn nákvæma mælingu og t.d málband, því hjólinu er ekki alltaf beint í beina línu og því getur aukist aðeins við vegalengdina.
Hjólið er 1m í ummál.  Við hvern hring sem hjólinu er snúið heyrist smellur.  Á hjólinu sjást líka cm.
Teljarinn á hjólinu fer upp í 99,999 metra.

Það er hægt að lengja og stytta í skaftinu (3 lengdir), þannig að börn jafnt sem kennarar eiga auvelt með að nota hjólið.
minnsta hæð:  768 mm
mið hæð:         845 mm
lengsta hæð:   927 mm
Skaftið er líka hægt að taka af hjólinu, sem auðveldar geymslu á því.
Á dekkinu er stamt gúmmi, svo hjólið rennur síður til á sleipu yfirborði.

Hugmyndir að verkefnum:
Láta nemendur mæla fjarlægðir að útgönguleiðu, hver er næst, hver er fjærst?   -   Hversu langt geta nemendur t.d kastað, sparkað, slegið bolta?  -  Hversu langt er í matsalinn, smíðastofuna, myndmennt, bókasafnið....?

8 ára+


Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt