Vörumynd

Carcassonne: Princess & Dragon (2015)

Princess
Í þessari þriðju viðbót við hið klassíska verðlaunaspil Carcassonne færum við okkur í undraheim ævintýranna. Ógurlegur dreki er kominn til Carcassonne, sem gerir lífið erfitt fyrir ábúendur. Stórko...
Í þessari þriðju viðbót við hið klassíska verðlaunaspil Carcassonne færum við okkur í undraheim ævintýranna. Ógurlegur dreki er kominn til Carcassonne, sem gerir lífið erfitt fyrir ábúendur. Stórkostlegar hetjur koma fram til að berjast við vættinn, en án álfanna mega þeir sín lítils. Í borginni leitar prinsessan ásjár riddara og bænda til að geta ferðast um án þess að drekinn sjái hana. Spilið inniheldur 30 nýjar flísar með drekahreiðrum, eldfjöllum, töfrahliðum, og prinsessum; Einn stór trédreki og ein tré-álfkona. Merkilegt nokk, þá er engin prinsessufígúra í spilinu.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt