Vörumynd

Cosmic Encounter: 42nd Anniversary Edition

Cosmic
Í fjarlægum hornum geimsins eru geimverur að reyna að ná yfirráðum í heiminum. Bandalög renna saman og brotna í leit sinni að meiri völdum, og geimskip ferðast frá plánetu til plánetu til að byggja...
Í fjarlægum hornum geimsins eru geimverur að reyna að ná yfirráðum í heiminum. Bandalög renna saman og brotna í leit sinni að meiri völdum, og geimskip ferðast frá plánetu til plánetu til að byggja nýlendur og berjast við andstæðinga sína til að tryggja framtíð tegundar sinnar og dreifa henni um heiminn. Núna er rétti tíminn til að endurnýja kynnin af Cosmic Encounter, eða upplifa nýlenduleit meðal stjarnanna í fyrsta skiptið. Markmið spilsins er að ná fimm nýlendum á plánetum andstæðinga þinna. Í grunninn er spilið mjög einfalt: Að spila hærra spjaldi en andstæðingurinn þegar þú ert að reyna að ná yfir svæðið hans. Hinsvegar fær hver leikmaður mismunandi geimverutegund og hæfileika sem breyta spilinu umtalsvert. Fyrsta útgáfa spilsins kom út 1977 og hefur alltaf verið jafn vinsælt síðan. https://youtu.be/VAGdKMMnk-U https://youtu.be/4KkhCRa7hhA

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt