Vörumynd

Þrjár sekúndur

Roslund & Hellström

Piet Hoffmann er flugumaður sænsku lögreglunnar innan pólsku mafíunnar. Fjölskylda hans veit ekki einu sinni að hann lifir tvöföldu lífi. En þegar hann neyðist til að taka að sér stórt verkefni fyrir mafíuna er hann skyndilega einn á báti og með dauðann á hælunum.

Þrjár sekúndur er óbærilega spennandi bók úr smiðju sænska höfundatvíeykisins Roslund & Hellström sem eru meðal fremstu spenn…

Piet Hoffmann er flugumaður sænsku lögreglunnar innan pólsku mafíunnar. Fjölskylda hans veit ekki einu sinni að hann lifir tvöföldu lífi. En þegar hann neyðist til að taka að sér stórt verkefni fyrir mafíuna er hann skyndilega einn á báti og með dauðann á hælunum.

Þrjár sekúndur er óbærilega spennandi bók úr smiðju sænska höfundatvíeykisins Roslund & Hellström sem eru meðal fremstu spennusagnahöfunda samtímans. Anders Roslund er fyrrverandi blaðamaður og Börge Hellström er fyrrverandi glæpamaður. Þeir hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir bækur sínar sem setið hafa efst á metsölulistum um allan heim. Í Hollywood er verið að vinna að stórmynd eftir þessari æsispennandi sögu.

„Besta spennusaga Roslund & Hellströms, ekki hægt að láta hana frá sér fyrr en að hinum óvænta enda loknum.“
Dagens Nyheter

„Besta spennusaga ársins … Ekki bara langbesta bók þeirra Roslund & Hellströms, helstu glæpasagnahöfundar heims standa í skugganum af þeim þegar kemur að því að skapa spennu og eftirvæntingu.“
Expressen

Þrjár sekúndur er 618 blaðsíður að lengd. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt