Vörumynd

Undantekningin – de arte poetica

Sagan hefst á gamlárskvöld, þegar Flóki, eiginmaður söguhetjunnar kemur út úr skápnum og flytur til nafna síns og samstarfsmanns. Báðir eru þeir stærðfræðisnillingar og sérfræðingar í óreiðukenningunni. Í kjallaranum býr dvergurinn Perla sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf þótt hún hafi hvorki veri gift né sent frá sér bók.

Undantekningin er 4. skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur. A…

Sagan hefst á gamlárskvöld, þegar Flóki, eiginmaður söguhetjunnar kemur út úr skápnum og flytur til nafna síns og samstarfsmanns. Báðir eru þeir stærðfræðisnillingar og sérfræðingar í óreiðukenningunni. Í kjallaranum býr dvergurinn Perla sem leggur stund á hjónabandsráðgjöf og ritstörf þótt hún hafi hvorki veri gift né sent frá sér bók.

Undantekningin er 4. skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur. Afleggjarinn og Rigning í nóvember hafa farið sigurför um Evrópu, setið á metsölulistum, verið tilnefndar til virtra verðlauna og eru væntanlegar á yfir 20 tungumálum.

„Auður Ava hefur firnagott vald á þeim stíl að segja flókna hluti á einfaldan hátt, sem ekki mörgum er gefinn (…) Undantekningin er án efa með betri bókum sem ég hef lesið.“
- Ásta Gísladóttir, Spássían

„Undantekningin er fjórða skáldsaga Auðar Övu og á eflaust eftir að fara svipaða sigurför og hinar fyrri. Þetta er algjörlega mögnuð bók og öðruvísi, fallega skrifuð og auðlesin, eða ætti ég kannski að segja fljótlesin því maður verður að fá að vita meira og meira þar til yfir lýkur og þá vill maður samt fá að vita meira.“

Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið, 19. desember 2012

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt