Vörumynd

Norður

Eyþór Árnason

Eyþór Árnason hefur vakið mikla athygli fyrir ljóðabækur sínar en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Í Norður leitar Eyþór í sveitirnar norðan heiða – með nokkrum útúrdúrum.

Norður er 104 blaðsíður að lengd. Aðalsteinn Svanur Sigfússon sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Leturprenti.

Ég sæki hunang í bækur
smjör í sn…

Eyþór Árnason hefur vakið mikla athygli fyrir ljóðabækur sínar en hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir fyrstu ljóðabók sína, Hundgá úr annarri sveit. Í Norður leitar Eyþór í sveitirnar norðan heiða – með nokkrum útúrdúrum.

Norður er 104 blaðsíður að lengd. Aðalsteinn Svanur Sigfússon sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Leturprenti.

Ég sæki hunang í bækur
smjör í snemmsprottnar sléttur
eld í ókleifa kletta
og ást í koldimma hella

Vín djúpt í brunna
vatn í dökkgræna skóga
fótspor í kvöldbláa dali
og heimþrá í gáskafull stef

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt