Vörumynd

Þú sem ert á himnum – Rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum

Úlfar Þormóðsson

Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir guðlast. Hér fer hann í gegnum biblíuna, bók fyrir bók, og leitast við að draga upp mynd af þeim guði sem þar er að finna. Á ferð sinni um hina helgu bók hnýtur Úlfar um fjölmargt sérkennilegt í og kemst m.a. að því að sá himnafaðir sem þar er að finna er býsna ólíkur þeim góðlátlega guði sem kirkjan boðar að vaki yf…

Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir guðlast. Hér fer hann í gegnum biblíuna, bók fyrir bók, og leitast við að draga upp mynd af þeim guði sem þar er að finna. Á ferð sinni um hina helgu bók hnýtur Úlfar um fjölmargt sérkennilegt í og kemst m.a. að því að sá himnafaðir sem þar er að finna er býsna ólíkur þeim góðlátlega guði sem kirkjan boðar að vaki yfir velferð okkar. Inn á milli bregður höfundurinn sér inn í nútímann og tengir innihald biblíunnar veruleika okkar og útleggingum kirkjunnar manna á bók bókanna. Bókin er skrifuð í léttum og aðgengilegum stíl og byggir höfundurinn á biblíulestri til margra áratuga. Þetta er bók sem fær lesandann til að velta rækilega fyrir sér þeim grunni sem kirkjan byggir á og hvernig hann rímar við veruleikann og yfirbygginguna.

Þú sem ert á himnum er 400 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt