Vörumynd

Ormurinn langi – Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900-1900

Bjartur

Ritstjórar: Bragi Halldórsson, Knútur S. Hafsteinsson og Ólafur Oddsson. Myndskreytingar: Hrefna Bragadóttir

Fjölbreytt og lifandi sýnisbók íslenskra bókmennta frá fyrstu þúsund árunum í sögu þjóðarinnar. Í henni má finna eddukvæði og dróttkvæði, Íslendingaþætti og helgikvæði, danskvæði, þjóðsögur og rímur, sýnishorn úr þýðingum, ferðabókum og predikunum, auk ljóða eftir hátt í fjörutíu nafn…

Ritstjórar: Bragi Halldórsson, Knútur S. Hafsteinsson og Ólafur Oddsson. Myndskreytingar: Hrefna Bragadóttir

Fjölbreytt og lifandi sýnisbók íslenskra bókmennta frá fyrstu þúsund árunum í sögu þjóðarinnar. Í henni má finna eddukvæði og dróttkvæði, Íslendingaþætti og helgikvæði, danskvæði, þjóðsögur og rímur, sýnishorn úr þýðingum, ferðabókum og predikunum, auk ljóða eftir hátt í fjörutíu nafngreind skáld.

Bókinni er skipt í níu kafla eftir bókmenntagreinum og tímabilum og inni þá fléttað gagnorðum yfirlitsköflum um bókmenntasögu, bókmenntagreinar og einstaka höfunda. Á spássíu eru ítarlegar orðskýringar, auk þess sem hópur litríkra sérfræðinga skýtur víða upp kollinum til að gefa bókaormum góð ráð. Gagnlegur viðauki er helgaður helstu bragarháttum og í heimildaskrá er vísað á margs konar ítarefni fyrir verkefnavinnu. Bókin er sérstaklega ætluð til kennslu í framhaldsskólum en er um leið happafengur öllum þeim sem unna íslenskum bókmenntum frá fyrri öldum.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt