Vörumynd

Krabbagangur

Günter Grass

Krabbagangur er umtalaðasta skáldsaga Günters Grass síðan Blikktromman kom út fyrir meira en fjörutíu árum. Sagan fjallar um mesta skipsskaða allra tíma þegar sovéskur kafbátur sökkti Wilhelm Gustloff í Eystrasalti að morgni 31. janúar 1945. Um borð voru yfir 10.000 Þjóðverjar; hermenn, sjómenn, áhöfn og flóttamenn, en talið er að á meðal farþega í þessari örlagaríku ferð hafi verið um fjögur þ…

Krabbagangur er umtalaðasta skáldsaga Günters Grass síðan Blikktromman kom út fyrir meira en fjörutíu árum. Sagan fjallar um mesta skipsskaða allra tíma þegar sovéskur kafbátur sökkti Wilhelm Gustloff í Eystrasalti að morgni 31. janúar 1945. Um borð voru yfir 10.000 Þjóðverjar; hermenn, sjómenn, áhöfn og flóttamenn, en talið er að á meðal farþega í þessari örlagaríku ferð hafi verið um fjögur þúsund börn. Tæplega átta þúsund manns fórust með skipinu.

Krabbagangur er hvorttveggja í senn magnþrungin frásögn af hrikalegum harmleik á sjó og vægðarlaus saga um það hvaða augum ólíkar kynslóðir Þjóðverja líta fortíðina.

Günter Grass er einn merkasti höfundur samtímans og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1999.

Bjarni Jónsson þýddi Krabbagang.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt