Vörumynd

Uppspuni – Ritstj. Rúnar Helgi Vignisson

Bjartur

Bjartur hefur gefið út bókina Uppspuna sem er safn nýrra og nýlegra smásagna eftir íslenska höfunda. Bókin er einkum ætluð til kennslu í framhaldsskólum og hafa verið gerðar með henni ítarlegar kennsluleiðbeiningar. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og gerð en eiga sameiginlegt að varpa ljósi á vegferð einstaklinga í íslensku samfélagi á okkar dögum.

Höfundarnir sem eiga sögur í U…

Bjartur hefur gefið út bókina Uppspuna sem er safn nýrra og nýlegra smásagna eftir íslenska höfunda. Bókin er einkum ætluð til kennslu í framhaldsskólum og hafa verið gerðar með henni ítarlegar kennsluleiðbeiningar. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og gerð en eiga sameiginlegt að varpa ljósi á vegferð einstaklinga í íslensku samfélagi á okkar dögum.

Höfundarnir sem eiga sögur í Uppspuna eru Andri Snær Magnason, Ágúst Borgþór Sverrisson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gyrðir Elíasson, Jón Atli Jónasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Rúnar Helgi Vignisson, Þorsteinn Guðmundsson og Þórarinn Eldjárn.

Rúnar Helgi Vignisson annaðist útgáfuna, skrifaði kennsluleiðbeiningarnar og ritar einnig eftirmála þar sem hann fjallar um smásöguna sem bókmenntaform og einkenni sagnanna í bókinni.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt