Vörumynd

Íslensk öndvegisljóð

Bjartur

Gullöld íslenskrar ljóðagerðar má segja að hefjist á 17. öld, eftir að Hallgrímur Pétursson kom fram, og rís svo í hæstu hæðir á miðri 19. öld í kjölfar rómantísku stefnunnar með Jónas Hallgrímsson í broddi fylkingar. Næstu hundrað ár á eftir er ljóðlistin það bókmenntaform sem skáld nota framar öðru til þess að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og lífsviðhorf.

Í þessa glæsilegu bók hefur ver…

Gullöld íslenskrar ljóðagerðar má segja að hefjist á 17. öld, eftir að Hallgrímur Pétursson kom fram, og rís svo í hæstu hæðir á miðri 19. öld í kjölfar rómantísku stefnunnar með Jónas Hallgrímsson í broddi fylkingar. Næstu hundrað ár á eftir er ljóðlistin það bókmenntaform sem skáld nota framar öðru til þess að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og lífsviðhorf.

Í þessa glæsilegu bók hefur verið safnað saman ýmsum þeirra ljóða sem hæst ber á þessu blómaskeiði, eftir ástsælustu skáld þjóðarinnar.

Mörg ljóða bókarinnar, sem Páll Valsson hefur valið, eru einhver dýrmætasti menningararfur sem íslenska þjóðin á.

Íslensk öndvegisljóð er hönnuð af Ragnari Helga Ólafssyni og er kjörgripur öllum þeim er unna góðum skáldskap.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt