Vörumynd

Öldin öfgafulla

Bjartur

Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, breytinga og átaka. Bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka þessi umbrot. Í Öldinni öfgafullu er rakin íslensk bókmenntasaga frá aldamótaárinu 1900 til 2010, frá nýrómantík til Nýhil-skálda.

Bókinni er skipt í ellefu kafla eftir áratugum og í lok hvers kafla er æviferill helstu höfunda áratugarins rakinn í stuttu máli. Bókin er litprentuð og í h…

Tuttugasta öldin var tímabil mikilla öfga, breytinga og átaka. Bókmenntir tímabilsins endurspegla og túlka þessi umbrot. Í Öldinni öfgafullu er rakin íslensk bókmenntasaga frá aldamótaárinu 1900 til 2010, frá nýrómantík til Nýhil-skálda.

Bókinni er skipt í ellefu kafla eftir áratugum og í lok hvers kafla er æviferill helstu höfunda áratugarins rakinn í stuttu máli. Bókin er litprentuð og í henni er að finna á fimmta hundrað mynda sem gefa einstaka innsýn í tíðaranda liðinnar aldar. Skilgreiningar á mikilvægum hugtökum eru á gulum grunni svo auðvelt er fyrir lesendur að finna þær í textanum. Í vetur verður unnið að gerð verkefna úr bókinni í samráði við nokkra kennara sem kenna bókina á haustönn.

Öldin öfgafulla er ætluð framhaldsskólanemum en er áhugaverð fyrir alla sem unna íslenskum bókmenntum.

Dagný Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún er afkastamikill fræðimaður, eftir hana liggja bækur og fjöldi greina.

°978-9935-423-06-1

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt