Vörumynd

Frjáls

Ayaan Hirsi Ali
Metsölubók eftir Ayaan Hirsi Ali, einn umtalaðasta gest Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík á liðnu hausti. Þangað kom hún í tilefni af útgáfu ævisögu sinnar í innbundnu formi hjá Veröld. Ali flúði kúgun og harðræði í Sómalíu og víðar en tókst að breyta veröldinni með hugrekki sínu. Hún varð þingmaður í Hollandi en leitaði skjóls í Bandaríkjunum undan ofsóknum múslima og er hennar gætt þar allan só…
Metsölubók eftir Ayaan Hirsi Ali, einn umtalaðasta gest Bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík á liðnu hausti. Þangað kom hún í tilefni af útgáfu ævisögu sinnar í innbundnu formi hjá Veröld. Ali flúði kúgun og harðræði í Sómalíu og víðar en tókst að breyta veröldinni með hugrekki sínu. Hún varð þingmaður í Hollandi en leitaði skjóls í Bandaríkjunum undan ofsóknum múslima og er hennar gætt þar allan sólarhringinn. Í bókinni Frjáls segir Ali frá lífi sínu sem er ævintýri líkast.
Frjáls hefur hlotið mikið lof austan hafs og vestan. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, ritaði um Ali á liðnu hausti: „Ayaan Hirsi Ali er ein merkasta hetja okkar tíma. … Lífshlaup hennar er dramatísk hetjusaga.“ Egill Helgason tók í sama streng í þætti sínum Kiljunni og sagði að Ali væri „einn hugaðasti einstaklingur samtíðarinnar og hugsanlega einn sá áhrifamesti.“
Gagnrýnandi The New York Times sagði í umsögn sinni um bókina: „Fagurlega skrifaðar minningar sem bera vott um ótrúlegan kjark.“ Og ekki var síðri dómurinn í The Wall Street Journal þar sem sagði að Frjáls væri „heillandi sjálfsævisaga.“ Í umsögn Sunday Times kom fram að þetta væri „stórkostleg bók“ og að Frjáls sýndi „að kjörkuð kona getur breytt sögunni – ekki bara eigin örlögum.“ Vikuritið Time útnefndi Ayaan Hirsi Ali fyrir skemmstu einn af 100 áhrifamestu einstaklingum samtímans.
Árni Snævarr þýddi sögu Ayaan Hirsi Ali en Ásta S. Guðbjartsdóttir hannaði kápu.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi
  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt