Vörumynd

Undirstaðan

Ayn Rand

Dagný Taggart rekur járnbrautarfyrirtæki fjölskyldu sinnar, en þrír menn keppa um ástir hennar, argentíski námueigandinn Francisco d’Anconia, iðnjöfurinn Hank Rearedn og hinn dularfulli John Galt. Baksviðið er Bandaríkin í örri hnignun. Þótt Undirstaðan, sem á frummálinu heitir Atlas Shrugged, sé mögnuð ástarsaga, flytur hún líka áleitin boðskap um undirokun og frelsi, sníkjulíf og sköpun. Samk…

Dagný Taggart rekur járnbrautarfyrirtæki fjölskyldu sinnar, en þrír menn keppa um ástir hennar, argentíski námueigandinn Francisco d’Anconia, iðnjöfurinn Hank Rearedn og hinn dularfulli John Galt. Baksviðið er Bandaríkin í örri hnignun. Þótt Undirstaðan, sem á frummálinu heitir Atlas Shrugged, sé mögnuð ástarsaga, flytur hún líka áleitin boðskap um undirokun og frelsi, sníkjulíf og sköpun. Samkvæmt lesendakönnunum er hún ein áhrifamesta bók allra tíma, næst á eftir biblíunni. Undirstaðan er vinsælasta bók Ayn Rand, sem er einn vinsælasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Undirstaðan kemur nú út í fyrsta sinn á íslensku, en alls hafa átta milljónir eintaka selst af henni í Bandaríkjunum. Í fyrra kom út bók hennar Uppsprettan (e. Fountainhead) hjá Almenna bókafélaginu. Þýðing: Elín Guðmundsdóttir. 1014 bls. ISBN: 978-9935-426-42-0. Bókafélagið.

Verslaðu hér

  • Bókafélagið
    Bókafélagið BF útgáfa 615 1122 Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.