Vörumynd

Með lífið að veði

Yeonmi Park
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park frá Norður-Kóreu upplifað miklar mannraunir. Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til Suður-Kóreu. Með lífið að veði er bók sem hefur vakið mikla athygli. Þessar mögnuðu endurminningar, sem nú…
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park frá Norður-Kóreu upplifað miklar mannraunir. Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til Suður-Kóreu. Með lífið að veði er bók sem hefur vakið mikla athygli. Þessar mögnuðu endurminningar, sem nú hafa verið gefnar út í tugum landa, varpa ljósi á myrkustu kima Norður-Kóreu. En þetta er þó einkum saga staðfestu og hugrekkis ungrar konu sem lagði líf sitt að veði til að öðlast frelsi. Ótrúleg saga sem er í senn spennandi eins og bestu reyfarar og áminning um hve mikils virði frelsið er. Yeonmi Park er nú einn þekktasti og um leið einn harðasti gagnrýnandi ógnarstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Vitnisburður hennar er fágætur, upplýsandi og afar mikilvægur.

Verslaðu hér

  • Bókafélagið
    Bókafélagið BF útgáfa 615 1122 Fákafeni 11, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt