Mjög fróðleg bók um framandi útlendinga á Íslandi fram til 1940. Hér er sagt frá umræðum um ímynd og hlutverk útlendinga í íslensku samfélagi og hvernig Íslendingar brugðust við komu þeirra. Einnig er fjallað um erlent fólk sem hingað fluttist og hvernig því gekk að laga sig að íslensku samfélagi.
Drjúgur hluti bókarinnar fjallar um viðbrögð við þýska flóttamannavandanum 1933–1939, þegar …
Mjög fróðleg bók um framandi útlendinga á Íslandi fram til 1940. Hér er sagt frá umræðum um ímynd og hlutverk útlendinga í íslensku samfélagi og hvernig Íslendingar brugðust við komu þeirra. Einnig er fjallað um erlent fólk sem hingað fluttist og hvernig því gekk að laga sig að íslensku samfélagi.
Drjúgur hluti bókarinnar fjallar um viðbrögð við þýska flóttamannavandanum 1933–1939, þegar bæði stjórnmálaflóttamenn og gyðingar flúðu Þýskaland, í alþjóðlegu samhengi. Jafnframt er fjallað um flóttamenn sem stjórnvöldu reyndu eða náðu að vísa úr landi, og örlög sumra þeirra sem sóttu hér um hæli en var hafnað.
Erlendur landshornalýður? er stórfróðleg bók fyrir alla þá sem unna íslenskri sögu. Hún dýpkar bæði og skerpir vitneskju okkar um innflytjendur á Íslandi og sýnir um leið hvaða straumar og stefnur hafa mótað viðhorf okkar í garð þeirra.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.