Vörumynd

Sega Master System MK II + Fjarstýring

Retró Líf

Sega Master System leikjatölvan er þriðju kynslóðar leikjatölva sem var framleidd af SEGA frá árinu 1985 og er víst enn í framleiðslu (þó ekki af SEGA) í Brasilíu þar sem enn eru framleiddir nýjir leikir fyrir hana. Master System keppti við Famicom/NES og Atari 7800 um hylli spilara um allan heim, en tölvan hefur selst í um 13 milljón eintökum síðan hún kom út. Master System var að mestu leys...

Sega Master System leikjatölvan er þriðju kynslóðar leikjatölva sem var framleidd af SEGA frá árinu 1985 og er víst enn í framleiðslu (þó ekki af SEGA) í Brasilíu þar sem enn eru framleiddir nýjir leikir fyrir hana. Master System keppti við Famicom/NES og Atari 7800 um hylli spilara um allan heim, en tölvan hefur selst í um 13 milljón eintökum síðan hún kom út. Master System var að mestu leyst af hólmi árið 1988 þegar SEGA kynnti Sega Mega Drive/Genesis til sögunnar og fyrirtækið flutti sig meira yfir á 16-bita markaðinn.

Þessi tiltekna Master System leikjatölva er svokölluð Mark II útgáfa af vélinni og er hún með innbyggðum leik sem er Sonic the Hedgehog (8-bita útgáfa).

Pakkinn inniheldur:
Sega Master System Mark II leikjatölvu.
Sega Master System fjarstýringu.

Sega Straumbreyti með breytistykki.
RF Loftnetssnúru.
Sega RF breytibox.

Retró Líf ábyrgist leikjatölvur í 30 daga frá sölu, en vísar að öðru leyti í hefðbundna skilmála Retró Líf.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Retró Líf
    Til á lager
    14.000 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt