Bláklukka rúmfatasett Bláklukka er eins og nafnið gefur til kynna, blá og klukkulaga. Þetta fallega blóm er í uppáhaldi hjá svo mörgum enda finnst það víða um land. Í Bláklukkuna völdum við bómullargerð sem er eins og blómið sjálft, mjúk og falleg. Bláklukkumynstrið er ofið í rúmfötin með lituðum bómullarþráðum sem gerir það að verkum að hann heldur sér jafn lengi og rúmfötin sjálf og dofnar ekki…
Bláklukka rúmfatasett Bláklukka er eins og nafnið gefur til kynna, blá og klukkulaga. Þetta fallega blóm er í uppáhaldi hjá svo mörgum enda finnst það víða um land. Í Bláklukkuna völdum við bómullargerð sem er eins og blómið sjálft, mjúk og falleg. Bláklukkumynstrið er ofið í rúmfötin með lituðum bómullarþráðum sem gerir það að verkum að hann heldur sér jafn lengi og rúmfötin sjálf og dofnar ekki með tímanum. Bláklukkan frá Lín Design er ofin úr sérvalinni 380 langþráða Pima bómull sem er einstaklega mjúk og endingargóð. Hár þráðafjöldi þýðir meiri þéttleiki í vefnaðinum, meiri mýkt og meiri rakadrægni. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem hún þarf til þess að ná hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita, með mildu þvottaefni (án klórs) og ekki sé notað mýkingarefni ( sjá þvottaleiðbeiningar ). Við pökkum rúmfötunum inn í glæsilegt púðaver (40X40) svæfilsver sem eykur á fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Enn er aðalmarkmið okkar að láta náttúruna njóta og henda engu Vefnaðurinn er nokkuð þéttur og bómullin afar mjúk og endingargóð. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem þarf til að hún nái hámarks mýkt. Á undanförnum árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum vörum. Þegar rúmfötin eru orðin lúin þá er upplagt að koma með þau til okkar og fá önnur með 20% afslætti. Rauði krossinn kemur rúmfötunum til þeirra sem geta nýtt hana aftur. Með þessu nýtast vörunar áfram hvort sem er til notkunar eða vefnaðar og náttúran græðir.