Vörumynd

Teppi ERNA Walnut

Teppin frá ernu eru jacquard ofin úr vandaðri „Integrity NZ“ vottaðri ull frá Nýja Sjálandi. Ullin er bæði hlý og mjúk viðkomu, í litum sem tóna vel við liti rúmfatalínu ernu. Línan í heild sinni passar því einstaklega vel saman. Blómamunstrið í teppunum er innblásið af móðurömmu Ernu en hún var dönsk og hafði einstakt lag á að hafa heimili sitt notalegt. Þar var „hygge“ alsráðandi, bæði í útliti…
Teppin frá ernu eru jacquard ofin úr vandaðri „Integrity NZ“ vottaðri ull frá Nýja Sjálandi. Ullin er bæði hlý og mjúk viðkomu, í litum sem tóna vel við liti rúmfatalínu ernu. Línan í heild sinni passar því einstaklega vel saman. Blómamunstrið í teppunum er innblásið af móðurömmu Ernu en hún var dönsk og hafði einstakt lag á að hafa heimili sitt notalegt. Þar var „hygge“ alsráðandi, bæði í útliti sem og í anda. Teppin eru framleidd í Litháen hjá framleiðanda sem sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum teppum og vefnaðarvörum. Þau eru Oeko-Tex 100 vottuð og koma í einni stærð, 130 x 170 cm, með kögri á báðum endum. Öll teppi koma fallega pökkuð í bómullarpoka með sérhannaðan borða fyrir hverja vöru. ·        Framleidd í Litháen ·        100% ull ·        130 x 170 cm ·        Jacquard ofin

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt