Vörumynd

Rely+On Virkon sótthreinsiefni

Breiðvirk formúla Rely+On™ Virkon™ er einstök. Engin önnur sótthreinsiefni búa yfir jafn kraftmikilli samsetningu eða jafn víðtæku safni gagna um virkni og öryggisprófanir. Það sameinar sveigjanlei...
Breiðvirk formúla Rely+On™ Virkon™ er einstök. Engin önnur sótthreinsiefni búa yfir jafn kraftmikilli samsetningu eða jafn víðtæku safni gagna um virkni og öryggisprófanir. Það sameinar sveigjanleika í notkun og fjölþætta virkni á harða fleti og þegar áskoranirnar eru lífrænar. Þessir eiginleikar gera Rely+On™ Virkon™ að sjálfgefnu sótthreinsiefni til að nota á heilbrigðisstofnunum, rannsóknarstofum fyrir meinafræði og líffræðiöryggi, meðferðarstofum og á dvalarheimilum. Rely+On™ Virkon™ hefur færri takmarkanir þegar kemur að meðhöndlun og notkun en margar aðrar sótthreinsivörur og flokkast hvorki sem skaðlegt né ertandi bæði í duftformi og til útþynningar, í samræmi við reglur ESB um flokkun og merkingar á efnablöndum. Rely+On™ Virkon™ kemur í boxi sem að inniheldur 50 stk af 5 gr sótthreinsitöflum. Virkni Rely+On™ Virkon™ myndar oxíð í aðalefnum og efnasamböndum, eins og próteinum, sem veldur útbreiddum skemmdum og síðar óvirkni/eyðileggingu örveranna. Engar rannsóknir benda til þess að sjúkdómsvaldandi bakteríu-lífverur þrói með sér viðnám gegn Rely+On™ Virkon™, ólíkt sumum sótthreinsiefnum. Sönnuð breiðvirkni-verkun Óháðar prófanir sýna mikla virkni gegn: rúmlega 100 afbrigðum vírusa í 22 flokkum vírusa rúmlega 400 afbrigðum baktería rúmlega 60 afbrigðum sveppa og gersveppa með því að nota margs konar snertitíma, - hitastig og stig lífrænna áskorana. NOTKUN: Til að undirbúa 1% lausn skal bæta 1 töflu við hverja 500 ml af volgu vatni. Leyfið töflunni að leysast upp að fullu. Vinsamlega skoðið notkunarleiðbeiningarnar fyrir tiltekna notkun. VARÚÐARRÁÐSTAFANIR: Notið sæfiefni á öruggan hátt. Lesið ávallt allar leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun. Skoðið gagnablað fyrir öryggi og fnotkunarleiðbeiningar vöru fyrir notkun. EINUNGIS NOTAÐ Í ATVINNUSTARFSEMI. Þessi pakkning inniheldur poka með þurrkandi efni sem verður að geymast í ílátinu. Festið lokið á eftir að töflur eru teknar úr íláti og geymið ílátið á köldum og þurrum stað þar sem beint sólarljós kemst ekki að. Rely+On™ Virkon™ 1% lausnir eru stöðugar í 5 daga. Til þess að viðhafa góðar smitvarnir skal skipta um sótthreinsilausn á hverjum degi. Hreinsun og sótthreinsun á hörðu yfirborði og búnaði Ástæðurnar geta verið einhver sértækur sýkill eins og salmonella eða Noro veira eða um er að ræða sótthreinsun í kjölfar almennra þrifa með það fyrir augum að draga almennt úr smiti í umhverfi manna og dýra. Við reglubundin þrif og sótthreinsun er skynsamlegt að koma sér upp smitvarnaráætlun þar sem vinnuferli og notkun smitvarnarefna er lýst. RELY ON™ VIRKON™ er afrakstur margra ára rannsókna- og þróunarstarfs Antec International þar sem áhersla var lögð á hagnýt not slíks efnis, m.a. með tilliti til virkni við lágt hitastig, virknitíma og eins við óhreinindi á hlutum sem ætlunin er að sótthreinsa. Fullyrða má að RELY ON™ VIRKON™   er mest rannsakaða sótthreinsiefnið á markaðnum. RELY ON™ VIRKON™ er alhliða sótthreinsiefni með víðtæka virkni og fjölbreytt notkunarsvið. Innihaldsefni þess er kalíumvetnissúlfat (oxandi efni), súlfamínsýra, efni til að halda sýrustigi réttu, yfirborðsvirk efni, ólífræn sölt, ilm- og litarefni. Samverkandi áhrif innihaldsefna RELY ON™ VIRKON™ tryggja einstakan áhrifamátt og efnafræðilegan stöðugleika efnisins og skýra þol þess gagnvart lífrænum óhreinindum auk þess sem efnið fer betur með áhöld og tæki en önnur oxandi sótthreinsiefni. Rely+On™ Virkon™ töflur Hentugar að geyma og auðveldar í meðhöndlun; einfaldar nákvæma blöndun sótthreinsandi lausnar. 1 x 5 gr töflur - gera 500 millilítra af sótthreinsiefni 10 x 5 gr töflur - gera 5 lítra af sótthreinsiefni 50 x 5 gr töflur - gera 25 lítra af sótthreinsiefni Mjög auðvelt og fljótlegt að blanda RELY ON™ VIRKON™ er í töfluformi og er leyst upp í volgu vatni (ca 20-30°C). Ráðlagður styrkur er 1% (1:100, 1 tafla í 500ml). Ljósrauður litur lausnar tryggir sótthreinsiáhrif, liturinn dofnar á 4-7 dögum (fer eftir aðstæðum þar sem efnið er geymt) og þá er blandan orðin óvirk. Til þess að sótthreinsa er nóg að láta efnið liggja í c.a. tíu mínútur. Þá er einnig hægt að úða RELY ON™ VIRKON™ lausn yfir innréttingar og aðra harða yfirborðsfleti. Mikilvægt er að kynna sér öryggisleiðbeiningar fyrir notkun. ATH! Til að fyrirbyggja tæringu í málmhlutum (óvarðir, mjúkir málmar t.d. kopar og ál) sem sótthreinsaðir eru er ráðlagt að skola af að lokinni sótthreinsun. Hámarks öryggi fyrir notendur RELY ON™ VIRKON™ RELY ON™ VIRKON™ er mjög öruggt fyrir dýr og menn. Prófanir Evrópu- sambandsins sýna að 1% RELY ON™ VIRKON™ lausn er ekki ertandi fyrir húð eða augu. Gefur ekki frá sér eitraðar gufur og engar sérstakar kröfur eru gerðar um loftræstingu þar sem efnið er notað. RELY ON™ VIRKON™   er umhverfisvænt, það brotnar hratt niður og skilur því engar leifar eftir sig í náttúrunni.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Kemi
    Til á lager
    4.950 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt