Vörumynd

Gamazyme TDS hreinsiefni fyrir vacum klósettkerfi

Gamazyme TDS er hreinsiefni sem sérstaklega er hannað fyrir vacum (EVAC) klósett og lagnir. Vacum klósett eru mjög algeng í skipum og bátum og þau þarf að meðhöndla á sérstakan máta til að fyrirbyg...
Gamazyme TDS er hreinsiefni sem sérstaklega er hannað fyrir vacum (EVAC) klósett og lagnir. Vacum klósett eru mjög algeng í skipum og bátum og þau þarf að meðhöndla á sérstakan máta til að fyrirbyggja uppsöfnun á hlandstein og útfellingum. Gamazyme TDS inniheldur sérstaka samsetningu á bakteríum, ensímum og efnafræðilega samsettum efnum til að brjóta niður uppsöfnun, hlandsteins, organískra efna (salernispappírs, fitu og úrgangs), ryðs, útfellinga o.fl..  Efnið er auðvelt í notkun og kemur í stað hefðbundinna hreinsiefn sem geta verið skaðlegir svona vacum salerniskerfum og lögnum. Gamazyme TDS inniheldur líka lyktareyðandi efni. Stífluð EVAC salernislögn Til að tryggja öruggan rekstur og klósett- og frárennsliskerfa um borð í skipum er nauðsynlegt að hafa í huga hvaða efnavörur er verið að nota um borð og nota aðeins sérhæfð hreinsiefni við þrif á klósettskálum og til að hreinsa lagnir og viðhalda örveruvirkni í klósetttönkum. ATH! Mikilvægt er að nota ekki klósetthreinsir sem inniheldur sýru þar sem hann eyðir örveruvirkninni í kerfinu. Einnig þarf að meðhöndla kerfið gagnvart útfellingum/hlandsteini sem og að viðhalda örveruvirkninni til að koma í veg fyrir að lífrænn úrgangur festist í lögnunum. Leiðbeiningar fyrir notkun á Gamazyme TDS: Viðhald á hreinni lögn: 1 púða Gamazyme TDS (50 grömm) í hvert salerni/salernisgrein vikulega. Mikil uppsöfnuð óhreinindi:  1 púða Gamazyme TDS (50 grömm) í hvert salerni/salernisgrein 2-3 í viku. Látið púðann leysast upp í salernisskálinni, skrúbbið með salernisbursta og sturtið niður. Mjög gott er að framkvæma þessa aðgerðir þegar lítið álag er á salernislögninni til að efnin fái að virka vel í salernislögninni. *** Í einhverjum tilfellum geta svona kerfi verið það mikið stífluð að þau þurfi að meðhöndla með sýru áður en heðfbundin meðferð hefst.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt