Vörumynd

Ceramizer CS fyrir bílvélar

Ceramizer CS er ætlað til notkunar á bílvélar, hvort sem þær eru bensín-, metan- eða díselknúnar. Efnið endurbyggir slitfleti vélarinnar á milli tveggja málmhluta. Rétt notkun á Ceramizer® skilar s...
Ceramizer CS er ætlað til notkunar á bílvélar, hvort sem þær eru bensín-, metan- eða díselknúnar. Efnið endurbyggir slitfleti vélarinnar á milli tveggja málmhluta. Rétt notkun á Ceramizer® skilar sér fljótt og vel í meira afli vegna aukinnar þjöppu í öllum strokkum vélarinnar. Um leið minnkar eldsneytiseyðsla, auk þess sem dregur úr titringi og hávaða frá vél, útblástur minnkar og líftími vélarinnar lengist. Ceramizer® stíflar hvorki olíusíur né olíurör vegna þess hve agnir í efninu eru smáar. Ceramizer hefur engin áhrif á smurolíuna, sem viðheldur smurhæfni sinni að fullu. Olían er hins vegar notuð til að flytja efnið um vélina og koma því fyrir á þeim stöðum þar sem mest er þörf fyrir það. Ceramizer byggir upp slitfleti vélarinnar á meðan hún er í notkun og án þess að taka þurfi neitt í sundur. Málmríkt keramikið hefur einstaka eiginleika og þekur alla snúningsfleti vélarinnar, einkum þá sem eru tærðir, og endurskapar þannig upprunalega áferð þeirra og minnkar allt viðnám í vélinni. Slíkt leiðir til léttari vélargangs, meira afls og minni eldsneytiseyðslu. Efnið er því fljótt að borga sig upp í minna viðhaldi og lægri eldsneytisútgjöldum. Ceramizer er olíubætiefni til viðgerðar, endurbóta og verndar á öllum slitflötum, þar á meðal: Bensín- og díselvélum Beinskiptum gírkössum Mismunadrifum (í fram- og afturöxlum) Niðurfærslugírum Skiptingum, samskeytum, tannhjólum og keðjum Aflstýri Vökvakerfum Stýrislegum Þjöppum Háþrýstum eldsneytisdælum

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Kemi
    Til á lager
    6.300 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt