Vörumynd

Hálkuborði - Safety-Grip 150 mm Xtra grófur Svartur

Hálkuvarnir er nauðsynlegur öryggisbúnaður á vinnustaðnum af öryggis- og heilsufarsástæðum. Hálka og eða hál slykja getur myndast á gólfflötum við ýmiskonar aðstæður s.s. bleytu, frost, ryk og gróf...
Hálkuvarnir er nauðsynlegur öryggisbúnaður á vinnustaðnum af öryggis- og heilsufarsástæðum. Hálka og eða hál slykja getur myndast á gólfflötum við ýmiskonar aðstæður s.s. bleytu, frost, ryk og gróf óhreinindi og margt fleira sem er í umhverfi okkar. Heskins framleiðir margar gerðir af öryggis og hálkuborðum sem og ýmiskonar gólf- og gangamerkingum í vöruhús og lagerhúsnæði. Allar vörur Heskins standast ítrustu kröfur og henta í öllum aðstæðum hvort sem er í atvinnulífinu eða á heimilinu. Stærðir Hægt er að fá Heskins Safety-Grip™ hálkuborðana í ýmsum breiddum allt fá 19mm upp í 1168mm. Breiddir frá 10mm og upp í 18mm er hægt að sérpanta en þær stærðir þarf alltaf að taka í lágmarksmagni. Stærðir sem liggja á lager eru eftirfarandi: 25mm, 50mm, 75mm, 100mm og 150mm. Allar breiddir koma á rúllum með samtals 18.3 lengdarmetrum. Lengdir:  18.3 metrar af hálkuborða á rúllu Breidd:   25 mm, 50 mm, 75 mm, 100 mm og 150 mm (það er hægt að fá hálkuborðana breiðari í sérpöntun) Grófleiki: Hægt er að fá hálkuborðana í Standard grófleika (minnsti grófleiki), Grófa og Xtra grófa. Litamöguleikar eru: Svartur, Rauður, Gulur, Blár, Grænn, Grár, Brúnn, Hvítur, Glær, Flúr-gulur, Svartur/Gulur (Hazard), Rauður/Hvítur (Varúðar), Appelsínugulur. Litir og stærðir Athugið, ekki eru allir litir lagervara, sumir litir er eingöngu teknir inn með sérpöntun. Hvað tekur sérpöntun langan tíma? Venjuleg sending er yfirleitt að taka 10-15 virka daga. Hraðsending með TNT og DHL eru 2-6 dagar, ATH! það bætist við aukalegur kostnaður vegna hraðsendingar. Hvaða grófleika á ég að velja? Smelltu til að skoða stærri mynd Standard grófleiki er yfirleitt nægjanlegur innandyra, hvort sem um er að ræða stiga eða gólffleti. Grófur og Xtra-grófur henta mjög vel þar sem mikil óhreinindi (sandur, möl, leðja, snjór, vatn) geta safnast fyrir í borðanum, þessar aðstæður skapast á vinnusvæðum, stigbrettum á vinnuvélum og tækjum, stálstigum og þrepum, gólfflötum svo eitthvað sé nefnt. En þó svo að það safnist eitthvað fyrir í grófu hálkuborðunum þá er hann yfirleitt það grófur og gljúpur að hann veitir gott grip í þessum aðstæðum. Athugið að það getur þó fyllst vel í hann og þá þarf að hreinsa úr hálkuborðanum. Hvernig á að leggja niður hálkuborða? Þegar hálkuborðar eru lagðir á grófa og gljúpa gólffleti s.s. timbur, steypur og þess háttar er gott að grunna með þar til gerðum grunni til að hann nái sem bestri límingu við flötinn. Borðarnir koma með lími á bakhlið, það er filma sem er tekin af þeim svipað og á límborðum almenn. Til þess að pressa hálkuborðann niður er notuð handrúlla og þeir rúllaðir og pressaðir niður. Ef að hálkuborðinn er á miklu umferðarsvæði og undir miklu áreiti er notaður "Edge Sealer" en það er límkennt efni sem borið er að kanntinn á borðanum svo hann flettist ekki upp. Það er mjög öflugt og sterkt lím á  Heskins Safety-Grip™ hálkuborðunum og dugar í flestum tilfellum ef að undirlagið er mjög gott. Á myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig þetta er gert. https://youtu.be/qdu45_0lR00

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Kemi
    Til á lager
    18.970 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt