Vörumynd

Háþrýstidæla Kränzle HD 10/122 Autostop

Kränzle HD 10/122 er mjög nett og öflug háþrýstidæla sem tekur lítið pláss. Easy-Start. Þolir allt að 60°C heitt vatn. Hljóðlátur og öflugur mótor. Tæknilegar upplýsingar: Vinnuþrýstingur, stiglaus...
Kränzle HD 10/122 er mjög nett og öflug háþrýstidæla sem tekur lítið pláss. Easy-Start. Þolir allt að 60°C heitt vatn. Hljóðlátur og öflugur mótor. Tæknilegar upplýsingar: Vinnuþrýstingur, stiglaus stilling: 30-120 bar / 3-12 MPa Leyfilegur hámarksþrýstingur: 135 bar / 13,5 MPa Vatnsflæði: 10 lítrar á mínútu (600 l/klst) Snúningshraði mótors: 2.800 rpm. Mótor: 230 V, 11,0 A, 50 Hz Orkunotkun: 2,5 kW/1.8 kW Þyngd: 23 kg Fylgihlutir og pöntunarnúmer: Stálofin háþrýstislanga NW 6 - 10 mtr (Kränzle vnr: 43.416) Rofabyssa með öryggi - M2000 (Kränzle vnr: M20042) Kraftstútur "Dirtkiller" með ryðfrýju stálröri (Kränzle vnr: -42) Stútur með breytilegri stillingu og ryðfrýju stálröri (Kränzle vnr: 12.393-M200028) Af hverju að velja Kränzle ? Allir þeir sem velja Kränsle háþrýstidælur, velja hágæða vörur búnar síðustu tækninýjungum sem í boði eru hverju sinni. Margar þessara tækninýjunga eru þróaðar hjá þróunarmiðstöð Kränsle í Illertissen. Árangur þessa þróunarstarfs kemur notendum þessara þýsku gæðavara til góða, í formi fullvissu og trausts við notkun þeirra. Dæluhöfuð - Sérstök messingblanda Dæluhöfuðið er úr sérstakri messingblöndu sem þróað var hjá Kränsle i Þýskalandi og tryggir mjög langan endingartíma. Lágur snúningur Allar háþrýstidælurnar að HD 10/122, K 1132 und K 1152 TS T undanskildum eru með hljóðláta og endingargóða mótora með lágum snúningshraða (1.400 rpm.) Lágur snúningshraði minnkar straumnotkun við gangsetningu. Magnstýring Þrýsti- og magnstýring á vatni er stiglaus. Með því er hægt að stjórna vinnu með nákvæmni eftir verkefnum. Þrýstingsmælir úr ryðfríju stáli Allar háþrýstidælur eru útbúnar með stórum Glycerin fylltum þrýstingsmælum sem eru auðveldir aflestrar. Kränzle-gæði í öllum smáatriðum. Dælustimplar eru úr ryðfrýju stáli og eru klæddir með keramik. Það eykur endinguna á dælunum. Allar háþrýstidælur eru með þéttihringi úr teflon-grafítblöndu sem minnkar viðnám og takmarkar hitamyndun. Bypass - framhjáhlaupshringrás Allar háþrýstidælurnar skipta yfir í framhjáhlaupsdælingu á lægri þrýstingi, um leið og start-takkanum á aflbyssuni er sleppt. Vatnið hringrásar með lágum þrýstingi fram hjá dælunni. Á tegundum með TS (Total Stop) merkingu, stöðvast mótorinn strax. Þetta eykur endingu dælanna og sparar orku. https://youtu.be/agLHAC7ecKU

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Kemi
    Til á lager
    96.968 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt