Vörumynd

Limrufjör

LIMRUFJÖR er annað limrusafnið sem Akureyringurinn Magnús Geir sendir frá sér.
Það geymir yfir 220 smíðar af fjölbreyttasta tagi, tengdar ákveðnum atburðum, tímamótum, pólití...

LIMRUFJÖR er annað limrusafnið sem Akureyringurinn Magnús Geir sendir frá sér.
Það geymir yfir 220 smíðar af fjölbreyttasta tagi, tengdar ákveðnum atburðum, tímamótum, pólitík, fréttum og fleira.
Margir koma við sögu, meðal annarra stjórnmálamennirnir Bjarni Ben., Katrín Jakobsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Össur Skarphéðinsson, einnig Bjössi í Klöpp auk skáldsystkina höfundar á borð við Sigrúnu Haraldsdóttur, Hjálmar Freysteinsson, Hallmund Kristinsson og nafna hans Hallmund Guðmundsson, allt fólk sem þekkist vel gegnum yrkingahópinn Boðnarmjöð, á Fésbókinni og reyndar út fyrir hann.
Ýmsum ættingjum og vinum bregður svo einnig fyrir sömuleiðis, sem og limrusmiðnum tekst á stöku stað að koma sjálfum sér að.
Síðast en ekki síst má svo nefna að „Lífsins tilgangur“, tvíræður jafnt sem djarfari, á sinn góða sess líka. En fyrst og fremst er LIMRUFJÖR til skemmtunar og gleði fyrir andann, einan og sér eða í góðra vina hópi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt