Vörumynd

The Mind

Samvinnuspil þar sem leikmenn þurfa að losa sig við spilin sín í réttri röð — án þess að tala saman. The Mind er meira en spil. Það er tilraun, ferðalag, hópupplifun þar sem þið getið ekki skipst á upplýsingum, en verðið að vera sem eitt til að sigra öll borðin í spilinu. Nánar tiltekið, þá fær hver leikmaður eitt spil í upphafi, og saman þurfið þið að spila spilunum út í miðjuna í réttri röð frá…
Samvinnuspil þar sem leikmenn þurfa að losa sig við spilin sín í réttri röð — án þess að tala saman. The Mind er meira en spil. Það er tilraun, ferðalag, hópupplifun þar sem þið getið ekki skipst á upplýsingum, en verðið að vera sem eitt til að sigra öll borðin í spilinu. Nánar tiltekið, þá fær hver leikmaður eitt spil í upphafi, og saman þurfið þið að spila spilunum út í miðjuna í réttri röð frá 1 til 100, en megið ekki eiga nein samskipti um hvaða spil þið hafið á hendi. Þið einfaldlega starið hvert á annað þar til einhverjum finnst nógu lengi beðið fyrir sitt spil og setur það út. Ef enginn er með lægra spil, frábært! Spilið heldur áfram! Ef einhver er með lægra spil, þá missið þið líf. Þið byrjið með jafn mörg líf og fjöldi spilara. Þegar öll lífin eru búin, þá er spilið búið. Ef þið náið að klára öll spilin á hendi, þá gefið þið aftur fyrir næsta borð einum fleiri spil en síðast. Stundum fáið þið ninjastjörnu og aukalíf fyrir að klára borð. Ninjastjörnur gera ykkur kleift að láta alla spilara losna við lægsta spilið sitt. Klárið öll borðin til að sigra spilið! VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2018 Spiel des Jahres Nominee

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt