Vörumynd

Tölva InWin Office Pro - 3ja ára ábyrgð

InWin

Hér er á ferðinni ein vinsælasta InWin tölvan okkar frá upphafi. Sérstaklega mikið fyrir peninginn í þessari. Stór 500GB SSD diskur, Intel i3-8100, kapaltengt og þráðlaust netkort, he...

Hér er á ferðinni ein vinsælasta InWin tölvan okkar frá upphafi. Sérstaklega mikið fyrir peninginn í þessari. Stór 500GB SSD diskur, Intel i3-8100, kapaltengt og þráðlaust netkort, hellingur af USB tengjum og allt sem þarf í öflugri skrifstofutölvu. Styður tvo skjái samtímis, ennþá fleiri með USB skjákorti.

 • Upplýsingar
 • Tölvukassi: InWin Chopin Svartur ( einnig fáanlegur í silfurlit ) með 150W 80+ Bronze spennugjafa
 • Örgjörvi: Intel Core i3-8100 3,6 GHz Coffee Lake
 • Móðurborð: ASRock H310M-ITX/ac
 • Minni: 8 GB DDR4 2400MHz
 • Skjákjarni: Intel HD 630 Graphics
 • SSD diskur: 500 GB M.2 Crucial MX500 3D-NAND
 • Laust pláss fyrir 2,5" SSD/HDD disk
 • Hljóðkort: 7,1 rása High Definition
 • Netkort: 1 Gbit kapaltengt og Wireless-AC , bluetooth 4.2
 • Stýrikerfi: Windows 10 64ra bita
 • Tengi: 4xUSB3.1 2+2, 2xUSB2.0, HDMI, DVI-I, DP, RJ45, 1xPS2, 3x3.5mm jack.
 • Ábyrgð: Þriggja ára ábyrgð​

Viltu sleppa Windows 10? Þá lækkar verðið um 15.000kr.

Viltu fara í Windows 10 Pro? Þá hækkar verðið um 10.000kr


3ja ára ábyrgð

Fyrirtæki - Einstaklingar

Allar InWin tölvur eru settar saman með gæði og endingu í huga. Þess vegna bjóðum við einstaklingum og fyrirtækjum 3ja ára ábyrgð á öllum InWin tölvum. Þetta gildir ekki af einstökum íhlutum, heldur öllum vélbúnaði tölvunnar. Lesa nánar um 3ja ára ábyrgðarskilmála hér.


Arctic kælikerfi

Aukin afköst - Betri ending

Allar tölvur þurfa góða kælingu fyrir aukin afköst og lengri líftíma. InWin tölvurnar koma með Arctic Cooling viftum en Arcitc sérhæfa sig í framleiðslu á kæliviftum í tölvukassa og gera það ótrúlega vel. Arctic kæliviftur eru hljóðlátar, hitastýrðar og hafa gott loftflæði.

InWin tölvukassar

Falleg og skilvirk hönnun

Þegar kemur að áreiðanleika og endingu skiptir tölvukassinn gríðarlega miklu máli. InWin hafa framleitt tölvukassa allt frá árinu 1986 og eru þekktir fyrir vandaða vöru þar sem öll smáatriði eru hugsuð til enda. Hvort sem um ræðir tæknilegar útfærslur eða útlitshönnun, alltaf eru kassarnir frá InWin hriklega flottir!

Allir íhlutir eru sérvaldir með toppendingu í huga enda veitum við 3ja ára ábyrgð á öllum InWin tölvum. Tölvurnar eru settar saman eftir pöntunum og eru yfirleitt tilbúnar seinna sama dag. Þær eru allar með SSD diskum í stað SSHD og HDD, sem stýrikerfis-disk.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt