Vörumynd

Form Fix grátt/taupe áklæði

Form Fix fyrir móður og barn Á meðan á meðgöngu stendur, þarf hryggsúlan oft að þola mikinn þrýsting. Það getur verið erfitt, sérstaklega á síðustu mánuðum meðgöngunnar, að finna þægilega stellingu til að sitja eða liggja. Form Fix slökunarpúðinn býður upp á lausnina. Púðinn gefur bakinu eða maganum aukinn stuðning. Síðan þegar barnið er fætt, sér Form Fix slökunarpúði til þess að móðir og ba...
Form Fix fyrir móður og barn Á meðan á meðgöngu stendur, þarf hryggsúlan oft að þola mikinn þrýsting. Það getur verið erfitt, sérstaklega á síðustu mánuðum meðgöngunnar, að finna þægilega stellingu til að sitja eða liggja. Form Fix slökunarpúðinn býður upp á lausnina. Púðinn gefur bakinu eða maganum aukinn stuðning. Síðan þegar barnið er fætt, sér Form Fix slökunarpúði til þess að móðir og barn geta setið þægilega á meðan barninu er gefið brjóst. Sérstaklega þegar barnið verður þyngra, er Form Fix púðinn frábær lausn. Form Fix púðinn er einnig besta lausnin, ef þú vilt leggja barnið niður án áhættu, þar sem þú ert ekki með smábarnastól eða ferðavöggu. Púðinn er léttur eins og fjöður svo það er auðvelt að taka hann með þegar þú skreppur í heimsókn. Auðvelt er að skorða barnið í Form Fix svo barnið getur sofið eða leikið sér áhyggjulaust á Form Fix púðanum.Með áklæðinu einu sem er sérstaklega hannað fyrir púðann breytist hann í Sit Fix Barnið lærir leikandi - með hjálp Form Fix/Sit Fix púðans - að finna jafnvægi þegar það fer að setjast upp. Seinna meir má bóka það að Form Fix/Sit Fix púðinn fær sitt pláss í barnaherberginu, til að leika sér með, sitja á og jafnvel fá sér smá lúr. En Form Fix er ekki aðeins fyrir móðir og barn heldur fyrir hvíld og slökun við hvaða aðstæður sem er.   Púðinn er 185 cm á lengd og hentar því mjög vel fyrir tvíburamömmur.   Fyllingin í Form Fix púðanum er einstök. Hún er úr 100% bómull og inniheldur litlar bólur sem fylltar eru með lofti sem eru allar nákvæmlega eins á stærð og gera það af verkum að Form Fix púðinn er einstaklega sveigjanlegur. Þessi sérstaka fylling sér einnig til þess að hita- og rakastigið haldist í jafnvægi, þannig að púðinn er þægilegur viðkomu og líkaminn getur virkilega slakað á. Það má handþvo púðann.   Áklæðið sjálft er úr einstaklega mjúku frotteefni sem auðvelt er að renna af púðanum. Það má þvo í þvottavél á 40°C

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt