BIRKI er peysa ætluð börnum á öllum aldri en hún er bæði klæðileg og þæginleg í breytilegu íslensku veðri með góðum kraga. Merino ullin er mjúk og hlý en sniðið á peysunni er nær því að vera þröngt en vítt og hentar því vel undir útiföt. Peysan er prjónuð ofan frá.
Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf…
BIRKI er peysa ætluð börnum á öllum aldri en hún er bæði klæðileg og þæginleg í breytilegu íslensku veðri með góðum kraga. Merino ullin er mjúk og hlý en sniðið á peysunni er nær því að vera þröngt en vítt og hentar því vel undir útiföt. Peysan er prjónuð ofan frá.
Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf.
Drops Baby Merino (sýnt á mynd), Andorra eða Bio Balance sem fæst í vefverslun MeMe Knitting. Hægt er að nota allt garn sem passar við prjónfestuna.
10 cm = 24 lykkjur sléttprjón á 3,0 mm prjóna
Stærðir | Garn | Aukalitur |
1-2 ára | 150 gr. | 50 gr. |
2-4 ára | 200 gr. | 50 gr. |
4-6 ára | 250 gr. | 50 gr. |
6-8 ára | 300 gr. | 50 gr. |
8-10 ára | 350 gr. | 50 gr. |
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.