English below
Lýsing vöru:
Hver bakki er handgerður úr endurunnu bókarefni og spónarblöðum og því eru engir tveir nákvæmlega eins, getur því verið smá munur á keyptri vöru og mynd.
Ath. það…
English below
Lýsing vöru:
Hver bakki er handgerður úr endurunnu bókarefni og spónarblöðum og því eru engir tveir nákvæmlega eins, getur því verið smá munur á keyptri vöru og mynd.
Ath. það er líka til styttri útgáfur (48 cm) af bökkum sjá HÉR og HÉR
Best að meðhöndla þá sem fallegt ljóð… eða jólabók… sem þær voru kannski einhvern tíma?
* Hef ekki prufað það sjálf svo ég tek ekki ábyrgð á því!
Hér eru nokkur dæmi um notkunarmöguleika:
* Passa að kertaglösin hafi þykkan botn.
**
Alls ekki
að setja kertin
beint
á bakkann.
Kíktu á skálarnar sem passa svo flott með bökkunum og sjáðu HÉR hvernig bæði bakkar og skálar koma vel út við mismunandi notkun
Sagan að baki hugmyndinni:
Ég hef alltaf verið mikill bókaormur og sem hönnuður hugsaði ég hvernig ég gæti gefið þessum góðu vinum mínum framhaldslíf í formi nytjahlutar en sem væri jafnframt falleg hönnun og handverk.
Ekki síður vildi ég heiðra okkar stórmerka íslenska bókmenntaarf og fagna því að Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO 2011 , sú fyrsta sem ekki tilheyrir ensku málsvæði. Að auki langaði mig að nota hráefni sem tengist Íslandi og ef það eru ekki bækur – þá veit ég ekki hvað!
Ef þú vilt velja þinn uppáhalds bakka er þér velkomið að kíkja til mín á vinnustofuna en bjallaðu í mig áður í 699-1179.
Takk fyrir að kíkja við í “búðina” mína og gefa þér tíma í lesturinn ♥️
Af ítrekuðu tilefni og margspurðu þá tek ég ekki við gömlum bókum 😊
Ég veit að allir þeir sem þurfa að losa sig við bækur vilja ekki henda þeim, en þegar þið farið með bækur og annað í pappírsgáminn á Sorpu hafið þá í huga að þetta fer í endurvinnslu og þið eruð að gefa bókunum framhaldslíf!
Það er einmitt slíkt endurunnið efni sem ég smíða úr, svo vonandi huggar það ykkur!!
FROM TRASH TO TRAY
This tray is handmade by me - the designer who loves to read and make aesthetic and practical things for the home. I came up with a method using recycled books and paper to turn them into this beautiful tray. There are no large woodlands in Iceland - but we have lots of books!
This tray is to honor the heritage of Icelandic Literature!
The tray’s surface is double varnished for extra protection, but nonetheless, please handle the tray with care. It’s not dishwasher safe! Don’t immerse it in water, but wipe it with a damp cloth.
PS. Iceland has always been a literary nation and the city of Reykjavik was named UNESCO’s City of Literature in 2011, making it the first non-native English-speaking city to be bestowed this honor.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.