Vörumynd

Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar

Vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt

Húrra fyrir þér, hvort sem þú ert vegan eða að hugleiða það, lest þessi orð og hugsar málið. Allt sem þarf er opinn hugur því þá er ímyndunaraflið eina takmörkunin í sælkeraævintýrinu sem er að hefjast.

Heill heimur opnaðist fyrir mér þegar ég varð vegan og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska g...

Vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt

Húrra fyrir þér, hvort sem þú ert vegan eða að hugleiða það, lest þessi orð og hugsar málið. Allt sem þarf er opinn hugur því þá er ímyndunaraflið eina takmörkunin í sælkeraævintýrinu sem er að hefjast.

Heill heimur opnaðist fyrir mér þegar ég varð vegan og ég trúði varla möguleikunum sem öll þessi hráefni bjóða upp á; kryddin, ferska grænmetið, baunirnar, ávextirnir, jurtirnar, hneturnar, fræin. Pastað! Pizzurnar! Hamborgararnir! Kökurnar, kruðeríið og sælgætið. Og sósurnar – maður lifandi, sósurnar!

Fallegu ljósmyndir bókarinnar tók Rut Sigurðardóttir.

Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar er fyrsta bók fjölmiðlakonunnar og sælkerans Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur. Uppskriftir bókarinnar eru fjölbreyttar, girnilegar, saðsamar og vegan í gegn. Njótið vel!

Gerð: Innbundin

Síðufjöldi: 168

Hér má sjá umfjöllun um bókina í Morgunblaðinu og mbl.is

Hér má sjá uppskrift að hinu eina sanna vegan lasanja

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Salka
    Til á lager
    3.990 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt