Vörumynd

PANNA PROFESSIONAL - 20CM

Nú getur þú eldað eins og fagmaður í þínu eigin eldhúsi. Þessi nýja panna frá Eva Solo er hönnuð fyrir þarfir fagmanna og var markmiðið að búa til pönnu fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Professional serían er gerð úr steyptu áli með 10 mm þykkum botni, 7mm þykkum hliðum og 10mm vírahandfangi, sem einkennir pönnurnar frá Eva Solo. Pannan dreifir hitanum jafnt, svo þú þarft ekki að hafa áh...
Nú getur þú eldað eins og fagmaður í þínu eigin eldhúsi. Þessi nýja panna frá Eva Solo er hönnuð fyrir þarfir fagmanna og var markmiðið að búa til pönnu fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Professional serían er gerð úr steyptu áli með 10 mm þykkum botni, 7mm þykkum hliðum og 10mm vírahandfangi, sem einkennir pönnurnar frá Eva Solo. Pannan dreifir hitanum jafnt, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hreyfa matinn til á pönnunni til að vera viss um að hann sé jafnt eldaður. Stærsti munurinn er Slip-Let® húðunin sem er ákaflega slitsterk og endist 3-5 sinnum lengur en þær húðanir sem margir aðrir framleiðendur nota. Húðunin er með 5 ára ábyrgð og framleiðandi gefur 25 ára ábyrgð á því að pannan haldi lögun sinni og að botninn verpist ekki. Jafnvel þó hún sé sett í bakaraofn á 260°C. Hönnunin á pönnunni líkist öðrum pönnum frá Eva Solo og Eva Trio og því passar þessi panna vel í safnið ef þú átt aðra muni úr þeirra seríum. Hægt er að hengja pönnuna upp á krók. Eva Solo hefur í áraraðir verið einn af stuðningsaðilum danska kokkalandsliðsins og er þessi panna afsprengi þeirrar samvinnu, því haft var samráð við marga af færustu kokkum Danmerkur við hönnun pönnunar. Pannan kemur í þremur stærðum og má fara í uppþvottavél. Þessi panna er 20cm í þvermál.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Líf og list
    15.250 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt