Vörumynd

Between Two Castles of Mad King Ludwig

King
Kóngurinn heimtar kastala! Þið eruð heimsklassa-byggingameistarar sem hafa verið fengnir af konunginum sjálfum til að aðstoða hann við að byggja kastala. Svona stórvirki þarfnast fleiri en einnar m...
Kóngurinn heimtar kastala! Þið eruð heimsklassa-byggingameistarar sem hafa verið fengnir af konunginum sjálfum til að aðstoða hann við að byggja kastala. Svona stórvirki þarfnast fleiri en einnar manneskju, svo hann er búinn að para ykkur saman til að framkvæma áætlanir sínar. Munu áætlanir þínar og hæfileikar til að vinna með öðrum vera nóg til þess að hanna flottasta kastala í heimi? Between Two Castles of Mad King Ludwig er samkeppnisspil þar sem leikmenn draga sér flísar þar sem hver flís er herbergi í kastala. Þið þurfið að vinna með leikmanninum vinstra megin við þig til að byggja einn kastala, og leikmanninum á hægri hönd til að byggja annan. í hverri umferð velur þú tvær flísar, svo sýnið þið flísarnar samtímis, og semjið við nágrannana um hvernig þið notið þær. Til að vinna þá verður þú að deila athygli þinni jafnt á milli beggja kastala. Spilið inniheldur 147 herbergjaflísar sem er hver er með sinni eigin mynd, 83 aðrar flísar, 20 bónusspil, 7 ólíkum kastalamerklum, 1 skorblokk, og 4 bota Game Trayz geymslu fyrir allt, sem flýtir fyrir uppsetningu á spilinu, svo það tekur innan við mínútu að stilla því upp. https://youtu.be/2_FjTbm4HC4

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt