Vörumynd

Gjöco Gjøco Bátalakk olía 90

Mjög slitsterkt og hágljáandi olíulakk sem er einkum ætlað á báta að innanverðu og að utan yfir sjólínu. Myndar harða og slitsterka filmu og er með ljósfilter sem dregur úr gulnun á viðnum

...

Mjög slitsterkt og hágljáandi olíulakk sem er einkum ætlað á báta að innanverðu og að utan yfir sjólínu. Myndar harða og slitsterka filmu og er með ljósfilter sem dregur úr gulnun á viðnum

Pensla með lakkpensli eða rúlla með svamprúllu í meðalþykku lagi svo það fái að fljóta á yfirborðinu og dreifa úr sér, með því jafnast jafnóðum úr öllum rákum sem gætu myndast. Ef verið er að lakka ómeðhöndlaðan við er ráðlagt að renna yfir hann fyrst með fínum sandpappír (120-180) og þynna fyrstu umferðina með terpentínu ca. 20-25%. Eftir að fyrsta umferðin er orðin þurr (ca. 5 klst) er ráðlagt að renna létt yfir yfirborðið með sandpappír í grófleika 320-400 eða stálull 000-0000 svo næsta umferð bindist betur við. Ef verið er að lakka ólakkaðan við þá er ráðlagt að fara 2-3 umferðir annars er 1-2 nóg og þá er líka óþarfi að þynna fyrstu umferðina.

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

FYLGISKJÖL

Fylgiskjal 1
Fylgiskjal 2

Almennar upplýsingar

Ásetning: Með pensli, rúllu eða sprautu
Eðlisþyngd (kg/l): 0.88 kg/l
Efnisnotkun: 0,12- 0,15 l/m2 fyrir hverja umferð
Gljástig: 90
Hreinsun: Míneralterpentína
Notist inni: Nei
Notist úti:
Tegund: Olía
Yfirmálun (ca.): 12 klst
Þurrefni: 51%
Þurrktími: 5 klst
Þynnir: Míneralterpentína

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt