Vörumynd

Keisaramörgæsir

Það eru andlit á glugga en meindýraeyðirinn vill ekkert aðhafast. Náhvalurinn er útdauður, þetta heilaga finnst hvorki á bak við bækurnar né undir eldhúsvaskinum og á börum í Reykjavík er boðið upp á Vatnajökul í viskíið.
Í sagnaheimi Þórdísar Helgadóttur rekast á kunnuglegir hlutir og furður – en þegar betur er að gáð reynast sumar furðurnar líka kunnuglegar. Hér er teflt saman fantasíu og…
Það eru andlit á glugga en meindýraeyðirinn vill ekkert aðhafast. Náhvalurinn er útdauður, þetta heilaga finnst hvorki á bak við bækurnar né undir eldhúsvaskinum og á börum í Reykjavík er boðið upp á Vatnajökul í viskíið.
Í sagnaheimi Þórdísar Helgadóttur rekast á kunnuglegir hlutir og furður – en þegar betur er að gáð reynast sumar furðurnar líka kunnuglegar. Hér er teflt saman fantasíu og raunsæi á heillandi og kraftmikinn hátt.
Þórdís Helgadóttir er einn efnilegasti höfundur landsins. Hún hefur áður vakið athygli fyrir smásögur og ljóð, en Keisaramörgæsir er fyrsta bók hennar.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt