Vörumynd

Ástin Texas

Texas

,,Ef líf mitt væri hugljúf bíómynd hefði ég sest í lótusstellingu fyrir framan grammófóninn við hvert tækifæri og svifið inn í heim klassískrar tónlistar og háleitra tilfinninga. Inn um dyrnar eitt kvöldið hefði gengið fínlegur og listrænn ungur maður, alger andstæða hnakka tískunnar sem reið röftum á þessum tíma, og fallið í stafi yfir afgreiðslustúlkunni sem var svona mikill listunnandi,...

,,Ef líf mitt væri hugljúf bíómynd hefði ég sest í lótusstellingu fyrir framan grammófóninn við hvert tækifæri og svifið inn í heim klassískrar tónlistar og háleitra tilfinninga. Inn um dyrnar eitt kvöldið hefði gengið fínlegur og listrænn ungur maður, alger andstæða hnakka tískunnar sem reið röftum á þessum tíma, og fallið í stafi yfir afgreiðslustúlkunni sem var svona mikill listunnandi, Við hef ðum orðið ástfangin og skapað okkur innihaldsríkt líf saman. Í staðinn lagðist ég undir sjoppueigandann."
Í þessum tengdu sögum Guðrúnar Evu eru samskipti fólks á öllum aldri í forgrunni; mæðgna, feðgina, elskenda, vinnufélaga, hyskis og góðborgara. Persónugalleríið er fjölbreytt og litríkt; Sálfræðineminn Hildugunnur, Agnar sjoppueigandi, Jósteinn múrari, trúboðarnir Austin og David frá Texas, Jóhanna sem dregst háskalega að Kára, móðurbróður bestu vinkonu sinnar, elskendurnir Sóti og Magga sem verja tíma sínum á knæpunni Dallas...
Af einstöku næmi og stílgáfu nær Guðrún Eva hér fágætri dýpt í mannlýsingum og bæði persónur og andrúmsloft sagnanna lifa með lesanda lengi á eftir.


„Hún gerir þetta af sinni ótrúlegu næmni og er svo flink í persónusköpun. ... yndislegt að lesa hana.“ Sunna Dís Másdóttir, Kiljunni

„Einhver galdur ... ofboðslega flottar sögur.“ Þorgeir Tryggvason, Kiljunni

„Heillandi … efnismiklar [sögur], fullar af eftirminnilegum aðal- og aukapersónum og hver um sig sjálfstætt verk.“ **** Hildigunnur Þráinsdóttir, Morgunblaðinu
„Þetta er fá­dæma vel gert; mann­lýs­ing­ar eru trú­verðugar og vekja sam­kennd með per­són­um og sam­skipt­um þeirra er lýst af slíkri dýpt og næmi að þau láta les­and­ann vart ósnort­inn.“ - Úr umsögn dómnefndar um Fjöruverðlaunin

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Víðimel 38, 107 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt