Vörumynd

Bose Home Speaker 500 WiFi gagnvirkur hátalari

BOSE

Bose Home Speaker 500 býður þér snyrtilega hönnun úr hágæða efnum, bjartan og litríkan skjá, stuðning við Amazon Alexa raddstýringu og síðast en ekki síst öflugt og skýrt hljóð. Bose Home ...

Bose Home Speaker 500 býður þér snyrtilega hönnun úr hágæða efnum, bjartan og litríkan skjá, stuðning við Amazon Alexa raddstýringu og síðast en ekki síst öflugt og skýrt hljóð. Bose Home Speaker 500 er svo sannarlega einn besti snjallhátalari sem völ er á.

Hljómgæði: Þessi hátalari samanstendur af tveimur keilum sem dreifa hljóðinu í sitthvora áttina. Þannig endurkastast hljóðið af veggjum rýmisins sem skilar sér í ríkari, margþættari hljóm sem líkir eftir stereó hljómburði.

Amazon Alexa: Alexa aðstoðar þig við stýringu þessa tækis. Þar sem þetta er öflugur hátalari þarf Alexa að geta heyrt vel í notanda þó að hátalarinn sé í gangi á fullum krafti. Í hátalaranum eru átta sérhannaðir hljóðnemar sem hlusta allir saman og vinna úr skilaboðum úr öllum áttum. Þó að þú sért með gesti í fimmta gír á góðu kvöldi heyrir Alexa hátt og skýrt. Með einum takka á tækinu er einnig auðvelt að slökkva á raddstýringu.

Bose Music app: Gerðu lagalista, stilltu inn útvarpsrásir af netinu og margt fleira í Bose Music appinu. Þú getur vistað uppáhalds útvarpsrásirnar og tónlistina þína á sex mismunandi takka á tækinu svo auðvelt sé að nálgast tónlistina þína í hvelli. Stuðningur við Spotify, Amazon music, Pandora, Tune In, Deezer, iHeart Radio og SiriusXM tónlistarveitur.

BoseSmart: Hátalarinn virkar með öðrum BoseSmart tækjum og því er hægt að spila tónlist úr hátalaranum og t.d. Bose Soundbar 500 hljóðstöng samtímis. Allt stýrt með rödd, appi eða fjarstýringu saman sem eitt.

Almennar upplýsingar

Hátalarar (BT,WiFi)
Framleiðandi Bose
Almennar upplýsingar
Skjár
Spilari
Útvarp Einungis gegnum internetið
Tengimöguleikar
WiFi
Bluetooth
AUX inn
USB Micro-USB
Litur og stærð
Litur Svartur
Stærð (HxBxD) 20.3x17x10.9 cm
Þyngd (kg) 2,15

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt