Vörumynd

Ljóðasafn: Ólafur Jóhann Sigurðsson

Ólafur Jóhann Sigurðsson

Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) var eitt helsta skáld þjóðarinnar á 20. öld. Hann hlaut fyrstur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 en eftir hann liggja einnig stórvirki á sviði skáldsagnagerðar og margar smásögur hans teljast sígildar.

Hér hefur verið safnað saman öllum ljóðabókum Ólafs Jóhanns: Nokkrar vísur um veðrið og fleira , Að laufferjum og A…

Ólafur Jóhann Sigurðsson (1918-1988) var eitt helsta skáld þjóðarinnar á 20. öld. Hann hlaut fyrstur Íslendinga bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 en eftir hann liggja einnig stórvirki á sviði skáldsagnagerðar og margar smásögur hans teljast sígildar.

Hér hefur verið safnað saman öllum ljóðabókum Ólafs Jóhanns: Nokkrar vísur um veðrið og fleira , Að laufferjum og Að brunnum , sem hann hlaut Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir, Virki og vötn og Að lokum .

Vésteinn Ólason prófessor emeritus skrifar ítarlegan formála að bókinni.

Ljóðasafn Ólafs Jóhanns Sigurðssonar er ómissandi öllum fleim er unna sígildum íslenskum skáldskap.

„Ólafur Jóhann Sigurðsson er skáld af klassískum eða nýklassískum skóla og á heima í mikilli fylkingu evrópskra skálda, þeirra sem koma á eftir snillingum eins og Goethe eða Hölderlin og fylgja að nokkru marki í fótspor þeirra, sneiða hjá hömlulausri rómantískri sjálfstjáningu en laða fram djúpa samkennd með sköpunarverkinu.“ – Úr formála Vésteins Ólasonar

„Að lesa ljóð Ólafs Jóhanns er ekki ósvipað því að horfa ofan í silfurtæran hyl.“ – Kristján Árnason skáld

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt