Vörumynd

Lífið á efstu hæð

Fyrir hverja:
• Þá sem eru að byrja á eftirlaunum
• Þá sem eiga stutt í eftirlaun
• Þá sem eiga langt í eftirlaun
Á næstu 10 árum munu þrjátíu þúsund Íslend¬ingar láta af störfum og fara á eftirlaun. Eftir 25 ár verða 20% landsmanna á eftirlaunum og eftir miðja öldina verður hlutfallið komið yfir 25%. Lífið á efstu hæð fjallar um eftirlaunasparn...

Fyrir hverja:
• Þá sem eru að byrja á eftirlaunum
• Þá sem eiga stutt í eftirlaun
• Þá sem eiga langt í eftirlaun
Á næstu 10 árum munu þrjátíu þúsund Íslend¬ingar láta af störfum og fara á eftirlaun. Eftir 25 ár verða 20% landsmanna á eftirlaunum og eftir miðja öldina verður hlutfallið komið yfir 25%. Lífið á efstu hæð fjallar um eftirlaunasparnað og leiðir til að stuðla að góðum eftirlaunum.
• Hvað geta einstaklingar reiknað með að fá í eftirlaun þegar þeir láta af störfum?
• Hvað geta þeir gert ef þeir vilja stuðla að hærri eftirlaunum?
• Og hvað á að gera þegar taka eftirlauna hefst?

Í bókinni er leitast við að svara þessum spurningum og benda á leiðir til að stuðla að góðum eftir-launum. Meðal annars er sérstök umfjöllun um hálfan lífeyri sem getur hentað einstaklingum sem vilja draga úr vinnu eða vera lengur á vinnumarkaði og þá í allt að hálfu starfi. Í bókinni eru einnig ráð um ávöxtun, erfðamál og varnir gegn tekjumissi vegna veikinda eða slysa.
Bókin er í tveimur hlutum. Í fyrri hluta hennar er samantekt á gagnlegum upplýsingum um eftirlaun, ávöxtun og atriði sem hafa áhrif á fjárhag aðstandenda við fráfall. Í seinni hluta bókarinnar eru kaflar með ráðleggingum til þeirra sem eru að byrja á eftirlaunum eða að safna fyrir eftirlaunum (eiga langt eða stutt í eftirlaun).

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt