Vörumynd

Last Heroes

Það hefur opnast hlið á milli vídda, og skrímslin flæða yfir í okkar heim. Þið hafið verið fengin til að drepa þau, og stela gripum frá stóru skrímslunum. Saman munu þessir gripir gera ykkur kleift að loka hliðinu og stöðva skrímslin. Notið vopnin ykkar vel, og hjálpið hinum hetjunum með því að útvega þeim skot, en að lokum mun aðeins ein hetja hafa byggt upp orðspor sem kemur henni á toppinn. ...
Það hefur opnast hlið á milli vídda, og skrímslin flæða yfir í okkar heim. Þið hafið verið fengin til að drepa þau, og stela gripum frá stóru skrímslunum. Saman munu þessir gripir gera ykkur kleift að loka hliðinu og stöðva skrímslin. Notið vopnin ykkar vel, og hjálpið hinum hetjunum með því að útvega þeim skot, en að lokum mun aðeins ein hetja hafa byggt upp orðspor sem kemur henni á toppinn. Þegar þú átt að gera í Last Heroes , þá velur þú eitt vopn af spilum á hendi  og spilar því í: Lagerinn (með skotum vopnsins sem verða svo aðgengileg öðrum leikmönnum), eða Árásarsvæðið (með skotum sem aðrir leikmenn hafa gert aðgengileg) Næst ræðst þú á eitt skrímslanna, að því gefnu að þú hafir vopnið sem þarf. Þegar þú drepur stórt skrímsli (í þriðju röð), þá fær leikmaðurinn sem náði að gera gat á aðra röðina einn gripanna. Ef þú drepur stórt skrímsli án þess að gera gat fyrst, þá þarftu fleiri vopn, en færð gripinn í þinn hlut. Spilinu lýkur á annan af tveimur vegum. Strax og allir gripirnir eru komnir til ykkar (þá skorar hver gripur 5 stig), EÐA eftir tíu umferðir (en þá skora gripirnir engin stig) Last Heroes er bæði samvinnuspil og samkeppnisspil. Þú þarft að reiða þig á aðra leikmenn til að hlaða vopnin þín, og á móti hjálpar þú þeim með því að gera göt í raðir skrímslanna. Leikmaðurinn sem drap mest af dýrmætum skrímslum og útvegaði flest skotin til annarra sigrar spilið.

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt