Vörumynd

KeyForge: Call of the Archons

Hinn heimsþekkti spilahönnuður Richard Garfield kynnir til sögunnar spil ólíkt öllu sem hingað til hefur sést — spil þar sem hver stokkur er jafn einstakur og manneskjan sem á honum heldur, og engir tveir bardagar verða eins. Þetta er KeyForge, þar sem stokkabygging og booster-pakkar eru liðin tíð, þar sem þú getur rutt þér braut uppgötvana með hverjum stokki, þar sem þú getur hent þér í spil m...
Hinn heimsþekkti spilahönnuður Richard Garfield kynnir til sögunnar spil ólíkt öllu sem hingað til hefur sést — spil þar sem hver stokkur er jafn einstakur og manneskjan sem á honum heldur, og engir tveir bardagar verða eins. Þetta er KeyForge, þar sem stokkabygging og booster-pakkar eru liðin tíð, þar sem þú getur rutt þér braut uppgötvana með hverjum stokki, þar sem þú getur hent þér í spil með krafti brjálaðra ormaganga og fangað spennuna í taktískum bardaga þar sem vitið sigrar! Með þessari nýju gerð spila kemur nýr heimur: Crucible, gerviheimur smíðaður úr óteljandi plánetum frá öllum geimshornum. Hér er allt mögulegt. Þessi heimur var smíðaður fyrir goðkenndar verur, kallaðar Archon, sem þrátt fyrir allan sinn mátt vita lítið sem ekkert um uppruna sinn. Archonar eru í sífelldu stríði, og leiða alls kyns fylkingar hingað og þangað í leit að hinum leyndu hvelfingum sem geyma ótrúlegan mátt og þekkingu. KeyForge: Call of the Archons er heimsins fyrsta einstaka stokkaspil. Hver einasti Archon stokkur sem þú notar er alveg einstakur, með sínum eigin Archona og sinni eigin blöndu af spilum í stokknum. Þegar þú heldur á Archon stokki, þá veistu að þú ert eina manneskjan í heiminum sem átt svona stokk, með þessari blöndu spila. https://youtu.be/x0ruxbJ6s84

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt