Leiksvæði

Spilakaffi býður upp á kósí stemmningu, hvort sem er uppi í versluninni eða í kjallaranum, þar sem er stór og veglegur spilasalur sem hentar alls konar hópum og dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin . Með aðgangi að leiksvæðinu fylgir aðgangur að einu stærsta spilasafni landsins þar sem er frábært úrval af spilum til að spila við börnin líka. Allt frá tveggja ára aldri. Einnig er hægt að bóka bo…
Spilakaffi býður upp á kósí stemmningu, hvort sem er uppi í versluninni eða í kjallaranum, þar sem er stór og veglegur spilasalur sem hentar alls konar hópum og dásamlegt leiksvæði fyrir yngri börnin . Með aðgangi að leiksvæðinu fylgir aðgangur að einu stærsta spilasafni landsins þar sem er frábært úrval af spilum til að spila við börnin líka. Allt frá tveggja ára aldri. Einnig er hægt að bóka borð sérstaklega til að fá aðgang að spilasafninu. Spilasafnið okkar er fullt af spilum sem henta alls kyns spilurum. Hvort sem lítil fjölskylda kemur til að spila við börnin sín, vinahópurinn sem vill löng og þung spil, eða félagarnir sem vilja bara létt og góða skemmtun í spilaformi. Allt það og meira til er í boði í spilasafninu. Þið getið pantað drykki og veitingar í afgreiðslunni uppi , og farið með niður á ykkar svæði í spilasalnum til að njóta á meðan börnin leika sér. Leikreglur Leiksvæðið er hugsað fyrir 6 ára og yngri börn. Eldri börn eru velkomin, en á leiksvæðið koma mjög ung börn svo leikur þarf að vera rólegur. Börn þurfa að vera í fylgd forráðamanna. Allir þurfa að fara úr skónum á leiksvæðinu. Það má ekki taka mat eða drykk inn á leiksvæðið. Það má ekki taka leikföng af leiksvæðinu. Það má ekki taka spil inn á leiksvæðið. Gangið frá spilum eftir ykkur og börnin. Gætið að hvort allt sé aftur komið í kassann og setjið kassann aftur á sinn stað.

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt