Vörumynd

Ítalska fyrir alla

Höfundur: Paolo Turchi

Lengi hefur verið þörf á íslenskri kennslubók í ítölsku og á síðustu árum hefur fjöldi þeirra sem stunda ítölskunám af einhverju tagi vaxið hratt. Ítal...

Höfundur: Paolo Turchi

Lengi hefur verið þörf á íslenskri kennslubók í ítölsku og á síðustu árum hefur fjöldi þeirra sem stunda ítölskunám af einhverju tagi vaxið hratt. Ítalska fyrir alla er samin fyrir Íslendinga sem áhuga hafa á að læra ítölsku, jafnt þá sem eru að taka fyrstu skrefin í ítölskunáminu og þá sem eru lengra komnir. Í bókinni er leitast við að þjálfa jöfnum höndum lestur, málskilning og málfræði og er í bókinni að finna málfræðiskýringar, æfingar og lestexta af ýmsu tagi. Þá er í bókarlok yfirlit yfir ítalska málfræði og ítalsk-íslenskur orðalisti. Höfundur bókarinnar, Paolo Turchi, hefur um árabil kennt ítölsku á Íslandi og veit því vel á hvað leggja þarf áherslu í ítölskunámi Íslendinga.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt