Vörumynd

Jónas Sigurðsson-Milda hjartað

Fjórða breiðskífa Jónasar Sig, Milda hjartað, er komin út á geisladiski. Platan hefur verið lengi í smíðum hjá kappanum en helsti samstarfsmaður hans í ferlinu hefur verið Ómar Guðjó...

Fjórða breiðskífa Jónasar Sig, Milda hjartað, er komin út á geisladiski. Platan hefur verið lengi í smíðum hjá kappanum en helsti samstarfsmaður hans í ferlinu hefur verið Ómar Guðjónsson gítarleikari.

Það þarf ekki að kynna Jónas Sig fyrir þjóðinni, en hann hefur átt fjöldan allan af smellum á liðnum árum sem var að finna á plötum hans; Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (2007), Allt er eitthvað (2010) og Þar sem himin ber við haf (2012).

Jónas hefur að venju einvala lið tónlistarmanna með sér en við sögu koma; Arnar Gíslason á trommur, Guðni Finnsson á bassa, Ómar Guðjónsson á gítar, Tómas Jónsson á píanó. Stjórn upptöku og upptaka var í höndum Ómars Guðjónssonar, Bassa Ólafssonar og Jónasar en hljóðblöndun gerði Árni Bergmann Jóhannsson í Klitmøller í Danmörku.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt