Vörumynd

Evrópskur félagaréttur

Í ritinu er fjallað um þjóðerni félaga og þýðingu þess fyrir það efni sem hér er til meðferðar. Í því sambandi er vikið sérstaklega að evrópskum reglum um þjóðerni. Enn fremur er þar fjallað um samræmingu laga á sviði félagaréttar á vegum Evrópusambandsins. Hún fer fram með svonefndri afleiddri löggjöf og öðrum gerðum sambandsins, einkum reglugerðum og tilskipunum. Þessi viðleitni til samræmingar…
Í ritinu er fjallað um þjóðerni félaga og þýðingu þess fyrir það efni sem hér er til meðferðar. Í því sambandi er vikið sérstaklega að evrópskum reglum um þjóðerni. Enn fremur er þar fjallað um samræmingu laga á sviði félagaréttar á vegum Evrópusambandsins. Hún fer fram með svonefndri afleiddri löggjöf og öðrum gerðum sambandsins, einkum reglugerðum og tilskipunum. Þessi viðleitni til samræmingar á sviði félagaréttar hefur þegar skilað miklum árangri innan sambandsins. Er gerð grein fyrir þessu í ritinu. Að lokum er fjallað um reglur fjórfrelsisins um stofnsetningarrétt, þjónusturétt og frjálsa fjármagnsflutninga. Þær reglur eru mikilvægar í þessu samhengi því þær skapa þann lagalega grundvöll sem evrópsk félög hafa til að færa út kvíarnar og víkka út starfsemi sína með margvíslegu móti yfir landamæri.

Verslaðu hér

  • Bóksala Stúdenta
    Bóksala stúdenta Háskólatorgi 570 0777 Sæmundargötu 4 Háskólatorg, 102 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt