Vörumynd

Vettec Sil-Pak hóffylliefni 210cc

Vettec Sil Pak er sprautað undir botna, til að mýkja, verja og innsigla hófbotninn.

  • Notist undir botna
  • Efnið þornar á 2 mín
  • Efnið blandast sjálfkrafa í stútnum
  • Auðvelt í notkun og fyllir vel upp í hófinn undir botninum
  • Ver hófbotninn
  • Efnið liggur þétt upp að hófbotninum og ver hann fyrir aðskotahlutum.
  • Mjög höggdeifandi

Vettec Sil Pak er sprautað undir botna, til að mýkja, verja og innsigla hófbotninn.

  • Notist undir botna
  • Efnið þornar á 2 mín
  • Efnið blandast sjálfkrafa í stútnum
  • Auðvelt í notkun og fyllir vel upp í hófinn undir botninum
  • Ver hófbotninn
  • Efnið liggur þétt upp að hófbotninum og ver hann fyrir aðskotahlutum.
  • Mjög höggdeifandi
  • Efnið er notað með sérstakri byssu fyrir tveggja þátta efni og sérstaka blöndunarstúta

Athugið fyrir notkun:

  • Vettec efnin virka best við hitastig milli 18 og 29°C. Hitastigsbreytingar hafa áhrif á þornunartíma.
  • Efnið má ekki koma í snertingu við blaut eða blæðandi svæði. Þegar búið er að þurrka upp og/eða græða svæði má nota efnið aftur.
  • Nota má Sil-Pak með eða án skeifu en festist við skeifu. Lag af vaselíni eða olíu á skeifunni kemur í veg fyrir að efnið festist við skeifuna. Passið að olían fari ekki á neinn hluta hófsins sem verið er að meðhöndla.
  • Efnið binst mögulega ekki við hófa sem hafa verið meðhöndlaðir með efnum sem innihalda olíur, fitur, tjöru ofr. Nudda má hófinn með alkóhóllausn og þurrka hann svo til að tryggja bindingu efnisins við hófinn.
  • Best er að nota gúmmíhanska við vinnu með Vettec efnin.
  • Brennið ekki efnið og heitjárnið ekki með því.
  • Notið einungis Vettec blöndunarstúta.

Kaldar aðstæður (undir 18° C)

  • Ef ekki er hægt að halda hita á hófum, skeifum eða fylliefni lengist þurrktími efnisins verulega. Dæmi : Við 0°C lengist þurrktími efnisins í 2 - 3 mínútur.
  • Setjið túpuna hvorki í örbylgjuofn né heitt vatn. Geymið efnið í einangruðu íláti með hitapokum eða vel lokuðum flöskum með heitu vatni.
  • Við hitastig undir frostmarki þarf að hita skeifurnar til að koma í veg fyrir rakaþéttni á þeim og þar með vöntun á límingu efnisins.

Heitar aðstæður (yfir 30° C)

  • Efnið þornar mjög hratt. Ef lengja þarf þurrktíma geymið efnið í einangruðu íláti með 1 - 2 kælikubbum.
  • Athugið: Ef verið er að nota efnið nálægt viðkvæmum vef má setja efnið á í lögum til að minnka hita.

Undirbúningur túpunnar

  1. Opnið túpuna og setjið í sérstaka byssu, með miðann upp.
  2. Áður en blöndunarstúturinn er settur á, kreistið örlítið af efni úr túpunni til að vera viss um að efnið blandist rétt..
  3. Festið blöndunarstútinn með því að ýta á hann og snúa honum réttsælis.
  4. Þegar búið er að nota efnið, losið ekki þrýstinginn með handfanginu á bakhlið byssunnar. Takið blöndunarstútinn af, hendið honum og setjið lokið á túpuna. Nú má losa þrýstinginn af túpunni.
  5. Fyrir næstu notkun, kreistið aftur örlítið af efni úr túpunni til að blanda efninu og setjið svo nýjan blöndunarstút á.

Undirbúningur hófsins

  1. Snyrtið og jafnið hófinn. Fjarlægið allt veikt og mjúkt efni sem myndi falla af á næstu 2 - 3 vikum, einkum við hvítu línuna.
  2. Snyrtið tunguna, hófbotninn og hælinn með hófhníf. Fjarlægið allt laust efni og óhreinindi með vírbursta.
  3. Hafið allt efni og áhöld til taks áður en farið er yfir á næsta skref.
  4. Haldið hófbotninum uppi, þurrkið hófinn mjög vel með hitabyssu í 20 - 40 sekúntur. Yfirhitið ekki! Haldið hitagjafa uþb 15cm frá hófbotninum. Athugið. Allir hófar innihalda náttúrulegan raka og þarf að þurrka með framangreindum aðferðum. Þetta skref er nauðsynlegt til að ná sem bestri samloðun við hófbotninn.

Notkun - með botnum

  1. Ef hælar eru opnir: Stingið enda blöndunarstúts undir botninn við tunguna og fyllið rýmið.
  2. Ef ekki er hægt að dæla efninu inn að aftan skal bora 8mm gat í botninn við tind tungunnar fyrir járningu. Fyllið rýmið í gegn um holuna þangað til efnið þrýstist út um botninn aftan við hóftungu. Lokið gatinu með límbandi.
  3. Þegar efnið hefur þornað, eftir uþb 2 mínútur, má sleppa hófnum. Skiptið um blöndunarstút og endurtakið eftir þörfum.
  4. Snyrtið umframefni af.

Eiginleikar

  1. Auðvelt að setja undir botna. Engin blöndun í höndum og þornar á uþb einni mínútu.
  2. Þegar Sil-Pak efni er notað undir botna veitir það mjúka vernd þar sem ekki er óskað eftir stuðningi.
  3. Eiginleikar Sil-Pak efnisins gera því kleift að smjúga í allar skorur og rými og veitir hámarks þéttni.
  4. Að fjórum vikum liðnum veitir Sil-Pak enn frábæra vernd gegn sandi og óhreinindum.

Geymið þar sem börn og hundar ná ekki til!

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt