Vörumynd

Jura Mjólkurkælir Cool Control 1l.

Vinsælir kaffidrykkir í dag, væru óhugsandi án ferskrar, kaldrar mjólkur. Mjólkurkælirinn sér til þess að mjólk sé til staðar við réttar aðstæður þegar hennar er þörf. Hann er sparneytinn og slekkur sjálfkrafa á kælingunni ef ryðfríi mjólkurtankurinn er fjarlægður. Cool Control 1,0 L mjólkurkælirinn er hinn fullkomni aukahlutur með hvaða sjálfvirku Jura kaffivél sem er. Hægt er að tengja kælinn þ…
Vinsælir kaffidrykkir í dag, væru óhugsandi án ferskrar, kaldrar mjólkur. Mjólkurkælirinn sér til þess að mjólk sé til staðar við réttar aðstæður þegar hennar er þörf. Hann er sparneytinn og slekkur sjálfkrafa á kælingunni ef ryðfríi mjólkurtankurinn er fjarlægður. Cool Control 1,0 L mjólkurkælirinn er hinn fullkomni aukahlutur með hvaða sjálfvirku Jura kaffivél sem er. Hægt er að tengja kælinn þráðlaust við kaffivél með kaupum á bluetooth örflögu eða WiFi örflögu, svo lengi sem kaffivélin styðji tæknina. Fáguð hönnunKlassískt Jura útlit einkennir ytra byrði Cool Control mjólkurkælisins, gæðaefni og nákvæmt handverk. Virknin er á sama tíma í hæsta gæðaflokki. 1,5 mm þykkt lok úr burstuðu ryðfríu stáli, með innbyggðum læsingarbúnaði, tryggir að mjólkin er geymd á öruggan hátt. Með sínum hreinu og minimalísku línum er Cool Control 1,0 L hinn fullkomni aukahlutur fyir JURA kaffivélina þína.  Sparnaður á plássiNett og fáguð hönnun JURA Cool Control gerir það að verkum að hann er einnig hægt að nota þar sem pláss er af skornum skammti. Grannt formið þýðir að auðvelt er að finna þessum mjólkurkæli stað í litlum eldhúsum og kaffistofum. Þetta þýðir að nú er auðvelt að bæta kaffidrykkjum með mjólk og dásamlegri mjólkurfroðu á matseðilinn – hvort sem er heima eða í vinnunni.   Fullkomin viðbót við kaffivélina þína Þráðlaus samskipti* milli mjólkurkælisins og kaffivélarinnar tryggir að innbyggður nemi sem skynjar mjólkurmagn sendi ávalt tilkynningu til notanda þegar fylla þarf kælirinn með mjólk.* Með því að nota þráðlausa sendinn (mögulegur aukahlutur) verður Cool Control samrýmanlegur með öllum sjálfvirkum kaffivélum frá Jura sem eru með Smart Connect. Þegar WiFi Connect (mögulegur aukahlutur) er notaður verður Cool Control samrýmanlegur með öllum sjálfvirkum kaffivélum frá Jura sem eru með WiFi Connect.  Hámarks þægindiJURA Cool Control er auðveldur í notkun og veitir hámarks þægindi. Mögulegt er að fylla á mjólkurtankinn á þægilegan hátt og án þess að fjarlægja hann úr kælinum. Hitastig er sýnilegt á stafrænum skjá og fullkomlega hönnuðu stálloki er smellt á handhægan hátt ofan á tankinn. Innbyggður Peltier kælibúnaður tryggir að mjólk helst kæld við 4°C hita, sem eru bestu mögulegu geymsluaðstæður til þess að hella upp á og bera fram fullkomna kaffidrykki með mjólk og mjólkurfroðu. Ryðfría stáltankinn, sogrörið úr málmi og millistykkið má setja í uppþvottavél.

Verslaðu hér

  • Pro gastro
    Progastro ehf 540 3550 Fosshálsi 1, 110 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.